fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

Tilfinningaríkur Jimmy Kimmel greindi áhorfendum frá hjartagalla nýfædds sonar

Spjallþáttastjórnandinn beygði af – Sonurinn þurfti að fara í hjartaskurðaðgerð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. maí 2017 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel ákvað að deila erfiðri stundu í lífi sínu með áhorfendum sínum í fyrrakvöld þegar hann greindi frá því að nýfæddur sonur hans, William Kimmel, hefði fæðst með hjartagalla þann 21. apríl síðastliðinn.

Kimmel (49) var einlægur og barðist við tárin þegar hann greindi frá því að drengurinn nýfæddi hefði þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð skömmu eftir fæðingu til að bjarga lífi hans. Kimmel lét þó áhorfendur vita fyrirfram að þó þetta væri óhugnanlega saga, sem augljóslega væri erfitt að segja frá, þá endaði hún vel.

Best er að leyfa Kimmel að sjá um að segja söguna, en myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Frásögnin lætur engan ósnortinn.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=MmWWoMcGmo0?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló