fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Íslensk kona lenti í óhugnanlegu atviki í vínbúðinni: „Hann stendur þarna fyrir framan mig með typpið út í loftið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona sem vinnur í lítilli vínbúð úti á landi greinir frá mjög óþægilegu og óhugnanlegu atviki sem hún lenti nýlega í. Hún segir frá þessu í Facebook-hópnum Sögur af dónalegum viðskiptavinum og gefur DV leyfi til að birta færsluna, en vill þó koma fram nafnlaus.

„Ég er að vinna í lítilli vínbúð úti á landi.

Inn kemur maður og kaupir sér eina kippu af bjór, ég afgreiði hann og tek eftir því að hann er með opna buxnaklauf.

Ekkert mál, bara svolítið vandræðalegt en hey, það kemur fyrir á bestu bæjum.

Maðurinn borgar fyrir sinn bjór og fer út.

Stuttu seinna kemur maðurinn aftur inn og segir „það áttu víst að vera tvær kippur.“ Ekkert mál, ég afgreiði hann með seinni kippuna. Og í miðri afgreiðslu tek ég eftir að maðurinn er búinn að TOGA TYPPIÐ Á SÉR út um buxnaklaufina og stendur þarna fyrir framan mig með typpið út í loftið.

Ég frýs og veit ekkert hvað ég á að gera svo ég þykist ekki taka eftir neinu og afgreiði manninn sem fer svo bara út eins og ekkert hafi gerst.

What the actual fuck !?!“

Einn netverji segir að þarna hefði hún átt að fá yfirmann til að vísa manninum út og setja á bannlista. Því svarar konan:

„Ég hefði sennilega gert það hefði ég ekki verið ein. En svo hugsar maður alltaf hvað maður myndi gera í svipuðum aðstæðum og er yfirleitt búinn að plana það nákvæmlega en svo þegar kemur virkilega að því að maður lendir í einhverjum svona aðstæðum þá er eins og heilinn segir bara nei og breytist í froðu.“

Meðlimir hópsins voru fljótir að hvetja hana til að kæra málið til lögreglu.

„Þetta á alveg inn á borð hjá lögreglu,“ skrifar einn meðlimur.

„Þetta kallast blygðunarbrot og er ólöglegt. Mjög greinilegt að hann hefur gert þetta viljandi, allavega hefði ég haldið það,“ skrifar annar.

„Þetta er gamla útgáfan af gaur sem sendir typpamyndir,“ skrifar einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjötugur og faðir í áttunda sinn

Sjötugur og faðir í áttunda sinn