fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Báru gæludýrafóður á borð fyrir gesti veitingastaðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 21:30

Gott úrval af gæludýrafóðri í þessari verslun en það á auðvitað ekki að nota til manneldis. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Invercargill á Nýja-Sjálandi er veitingastaður sem heitir The Hong Kong Restaurant og er hann kínverskur eins og nafnið gefur til kynna. Nýlega komst upp að veitingastaðurinn hafði notað gæludýrafóður, framleitt úr kjúklingaleggjum, í að minnsta kosti tvo vinsæla rétti. Á umbúðum gæludýrafóðursins kom skýrt og greinilega fram að það væri ekki ætlað til manneldis.

Otago Daily Times skýrir frá þessu. Lisa Wang, eigandi veitingastaðarins staðfesti þetta í samtali við blaðið. Hún sagði að dýrafóðrið hafi verið notað í rétti eftir að kínverskir viðskiptavinir báðu um það. Hún sagði að starfsfólkið hafi einnig notað fóðrið í eigin mat. Hún sagði að um hefðbundinn kínverskan rétt væri að ræða og viðskiptavinir hafi viljað fá hann með gæludýrafóðrinu saman við.

Heilbrigðisyfirvöld hafa málið nú til rannsóknar en óvíst er hvort veitingastaðnum verði refsað fyrir tiltækið.

Lisa Wang segir að nú verði hætt að selja þá rétti sem innihalda gæludýrafóðrið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?