fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Nýtt stuðningsmannalag KR: „Ég vil heyra ykkur öskra áfram KR!“

433
Föstudaginn 16. ágúst 2019 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komið nýtt stuðningsmannalið kvennaliðs KR sem samið var fyrir bikarúrslitaleik liðsins gegn Selfossi sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar er bent á að vel þekkt sé að lið sem eru á leið á stórmót eða úrslitaleiki búi til stemningslag með þekktum flytjendum.

„Ensku landsliðin í den gerðu þetta reglulega og unnu með hljómsveitum eins og New Order, The Farm og hver getur gleymt laginu Vindaloo með Fat Les.  En það er nokkuð langt síðan þetta var gert síðast og þessi flotta hefð virðist vera að leggjast af.

En núna hefur kvennalið KR, sem spilar úrslitaleik í Mjólkurbikarnum á laugardaginn, endurvakið þessa stórskemmtilegu hugmynd.  Frá því að íslenska landsliðið í handbolta söng Við gerum okkar besta þá hefur ekkert íslenskt félagslið stigið jafn afgerandi inn í upptökustudíó og núna.  Lagið, sem heitir Meistaravellir, var unnið í miklu samstarfi við Steinunni Jónsdóttir sem þekkt er úr Amabadama og Reykjavíkurdætrum.  Steinunn, sem skrifaði texta lagsins, dreif einnig Röggu Holm, sem samdi og flutti rapp kaflann í laginu, og söngkonuna Matthildi með sér í studíóið.  Úlfur Eldjárn sá um tónlistarhliðina að mestu.

Lagið er baráttulag og þótt það fjalli um KR þá er einnig hægt að sjá víðari merkingu í því fyrir kvennaboltann almennt hér á landi.  Þetta er því liður að auka þá athygli sem íslenski kvennaboltinn er að fá á Íslandi og beina kastljósinu að þeim miklu gæðum sem eru þar til staðar,“ segir í tilkynningunni.

Sjá má lagið og myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“