fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 07:00

Flóttamenn í Svíþjóð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíþjóð hefur hvað eftir annað verið notað sem dæmi um land sem eitt sinn var í góðum málum og hlutirnir voru í lagi en eftir „innrás“ innflytjenda sé allt breytt og nú setji glæpir og öngþveiti mark sitt á landið. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er meðal þeirra sem hafa dregið upp slíka mynd af þessari frændþjóð okkar og gerir þjóðernissinnum kleift að hlakka yfir og nota í áróðri sínum. En staðreyndirnar eru ekki alveg svona segir New York Times sem hefur skoðað þessi mál.

Segir blaðið að hægrisinnaðir sænskir popúlistar, í samvinnu við erlenda aðila, hafi dreift þessum sögum og áróðri. Blaðið hefur rannsakað innihald á vefsíðum sænskra hægripopúlista, þróun mála hjá þeim, hverjir koma að málum og fjármögnun starfs þeirra. Blaðið segir að erlendir aðilar hafi hjálpað þeim sænsku með því að tryggja uppgang hægrisinnaðra vefsíðna. Margar þeirra hafa fengið fjárframlög frá rússnesk/úkraínsku fyrirtæki.

Haft er eftir Johnny Castillo, sem býr í Rinkeby í Stokkhólmi, að að ungmennum af innflytjendaættum hafi verið boðnir peningar 2017 fyrir að „valda óspektum“ og hafi það verið rússneskir sjónvarpsmenn sem buðu þetta. Ungmennin höfðu áður tekið þátt í óeirðum í hverfinu, grýtt lögregluna og kveikt í bílum. Castillo segir að Rússarnir hafi viljað sýna að Trump hefði rétt fyrir sér varðandi Svíþjóð, að fólk sem kæmi til Evrópu væri hryðjuverkamenn og vildi skaða jafnvægið í samfélaginu. Castillo og fjórir aðrir voru til staðar þegar Rússarnir buðu ungmennunum fyrrnefnda greiðslu.

Trump vakti mikla athygli á kosningafundi í febrúar 2017 þegar hann ræddi um Svíþjóð og það sem þar væri að gerast í tengslum við innflytjendur en þá höfðu verið töluverðar óeirðir í Rinkeby hverfinu. Ummælin féllu í tengslum við að hann ræddi um nokkrar evrópskar borgir þar sem fólk hafði verið drepið í hryðjuverkaárásum. Ummæli Trump fóru illa í Svía og kröfðust sænsk stjórnvöld skýringa á þeim. New York Times segir að útlendingar hafi að vissum hluta kynt undir óeirðunum í Rinkeby.

Svíar hafa tekið við miklum fjölda flóttamanna og innflytjenda á undanförnum árum. Í heildina eru 34 prósent landsmanna fæddir utan Svíþjóðar eða eiga foreldri sem er fætt utan Svíþjóðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir