fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Lego markaðssetur kubba byggða á sjónvarpsþáttunum um Vini

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 21:30

Friends Lego. Mynd:Lego

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru 25 ár liðin frá því að sýningar hófust á hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum um Vini (Friends). Þættirnir eiga sér tryggan aðdáendahóp sem horfir enn á þættina þrátt fyrir að hafa séð þá oftar en hægt er að festa tölu á. Þessi sami hópur hlýtur nú að gleðjast mikið því 1. september næstkomandi koma kubbasett, frá Lego, byggð á þáttunum á markaðinn.

Í fréttatilkynningu frá Lego kemur fram að ef fólk langar að setjast niður og raða 1.079 kubbum saman til að eiga eigin míníútgáfu af Central Perk kaffihúsinu, þar sem vinirnir eyddu miklum tíma, þá styttist í að það verði hægt.

Að sjálfsögðu eru litlar útgáfur af Rachel, Monica, Phoebe, Ross, Joey og Chandler í settinu. Og Gunther, hinn ómissandi þjónn, er einnig með í settinu. Hægt er að gera eitt og annað úr kubbunum, til dæmis endurgera atriðið það sem Phoebe kom fram og söng og Ross spilaði á hljómborð.

Friends Lego. Mynd:Lego

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lego setur kubbasett úr vinsælum sjónvarpsþáttum á markaðinn. Til dæmis hafa verið gerð sett úr The Simpsons og The Big Bang Theory sem og Stranger Things þáttum Netflix.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni