fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Stefán Pálsson – „Bjarni Fel var stóra fyrirmyndin“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. júlí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stjórnmálaskýrandi, er mikill áhugamaður um fótbolta, teiknimyndasögur, viskí og bjór. Hann tók þátt í Gettu betur á námsárum í MR og var í sigurliðinu árið 1995. Síðar starfaði hann sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, og einnig í Útsvari. Stefán hefur séð um gönguferðir í miðborginni sem ávallt eru vel sóttar, sú síðasta um bannárin í Reykjavík. DV tók Stefán í yfirheyrslu.

Hjúskaparstaða og börn

Kvæntur, tveggja barna faðir.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki?

Mig var farið að gruna löngu fyrir tíu ára aldurinn að ég yrði sagnfræðingur eða eitthvað álíka. Bjarni Fel var samt stóra fyrirmyndin.

Skemmtilegast að gera?

Að spila með bumbuboltahópnum mínum. Hópurinn fagnar 25 ára afmæli í ár.

En leiðinlegast?

Allt sem tengist viðhaldi á bílnum er óbærilega leiðinlegt.

Fyrsta atvinnan?

Blaðburður sem smápjakkur. Fékk svo vinnu í saltfiskgeymslum SÍF þegar ég var fjórtán ára, sem var fyrsta „alvöru“ vinnan með fullorðnu fólki.

Hvað er það besta/skemmtilegasta við að vera fótboltaaðdáandi?

Að deila gleði og sorgum með fjölda fólks sem maður þekkir annars ekki neitt. Og sætustu sigrarnir eru 1:0 í skítaveðri með heppnismarki.

Besta ráð sem þú hefur fengið?

Aldrei byrja ræðu án þess að vita nokkurn veginn hvernig hún á að enda.

Fyrsta minningin þín?

Man eftir heimsókn í mjólkurbúð sem ég uppgötvaði síðar að var lokað rétt áður en ég varð tveggja ára. Skilst að það sé mjög óvenjulegt að eiga minningar svo snemma.

Hvað finnst þér vera leiðinlegasta húsverkið?

Hvenær kemur vélin sem raðar hreina þvottinum aftur upp í hillu?

Uppáhaldsatburður í Íslandssögunni og af hverju?

Kannski frekar tímabil en atburður, en árin milli 1905 og 1925 hafa alltaf heillað mig.

Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert?

Ég hjálpaði fjölskylduvini í löngu og erfiðu stríði við Útlendingastofnun. Það vannst en á löngum köflum leið mér ömurlega.

En mest gefandi?

Að komast í að kenna krökkum um sögu og eðlisfræði rafmagnsins. Þar vann ég með frábæru fólki.

Hvernig bjór væri bjórinn „Stefán“ ef/þegar þú setur hann á markað?

Rótsterkur og dísætur belgískur munkabjór. Rán Flygenring myndi teikna miðann.

Hver myndi skrifa ævisögu þína?

Besti ævisöguhöfundur landsins er Þórunn Valdimarsdóttir. Fyrir ævisagnaritara er smávandamál að hún er nokkuð eldri en ég, en hún verður þá bara að verða hundrað ára.

Stærsta stund þín í lífinu?

Er ekki skylda að segja fæðing barnanna? Annars er það ólýsanleg tilfinning að fá fyrsta eintakið af bók eftir sig úr prentun.

Mannkostir þínir?

Vinn ágætlega undir álagi og stressi.

En lestir?

Fljótfærni.

Eitthvað að lokum?

Ísland úr Nató og bikarinn í Safamýri!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta