fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

50 ár frá því að menn stigu fæti á tunglið og enn blómstra samsæriskenningarnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 22:00

Buzz Aldrin og bandaríski fáninn á tunglinu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags voru 50 ár liðin frá því að Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið. Allt var þetta í beinni sjónvarpsútsendingu enda var Bandaríkjamönnum mikið í mun að sýna umheiminum að þeir færu fremstir í flokki allra þjóða. En þrátt fyrir að hálf öld sé liðin frá þessu þá trúir minnihluti Bandaríkjamanna og meirihluti Rússa því að allt hafi þetta verið sviðsett til að Bandaríkin gætu unnið mikinn áróðurssigur í kalda stríðinu.

Ein elsta og vinsælasta samsæriskenningin um þetta gengur út að geimflauginni hafi í raun og veru verið skotið á loft en áhöfnin hafi verið flutt frá borði, um bakdyr, á síðustu stundu og síðan falin á leynilegum stað úti í eyðimörk. Þaðan hafi verið sendar sjónvarpsmyndir af meintri lendingu og fyrstu sporunum á tunglinu.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA og valdamiklir stjórnmálamenn hafi staðið á bak við þetta. Þessu voru gerð góð skil í kvikmyndinni Mission Capricorn, frá 1978, og enn lifa samsæriskenningar á borð við þessa góðu lífi.

Skoðanakannanir hafa í gegnum tíðina sýnt að 5 til 6% Bandaríkjamanna telja að fyrrgreind samsæriskenning eigi við rök að styðjast. Mörg rök hafa verið sett fram til að styðja þessa kenningu. Meðal annars að það geti ekki passað að bandaríski fáninn, sem var rekinn niður á tunglinu, lafi ekki beint niður á stönginni, það ætti hann að gera því ekkert andrúmsloft sé á tunglinu.

Í Rússlandi telja tæplega 60% aðspurðra að Bandaríkjamenn hafi ekki lent á tunglinu og háttsettir menn og stjórnmálamenn hafa viðrar efasemdir sínar um þetta opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni