fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Brutust inn og tóku hundinn hans: Tilbúinn að borga hvað sem er – „Af hverju tókuð þið hann?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Sturridge, fyrrum leikmaður Liverpool, er án félags þessa stundina en hann er staddur í Los Angeles.

Sturridge er í fríi í Bandaríkjunum en samningur hans við Liverpool rann út í lok síðasta mánaðar.

Englendingurinn er í sárum sínum þessa stundina en það var brotist inn í húsið hans í Los Angeles um helgina.

Sturridge leitar að hundinum sínum Lucci en talið er að honum hafi verið stolið.

Sturridge sýndi hvernig þjófarnir komust inn í húsið sitt og má sjá að ein hurðarrúða hefur verið mölbrotin.

„Það hefur einhver brotist inn til mín í LA og hundinum mínum var stolið. Hver sem þú ert, ég skal borga þér hvað sem er,“ sagði Sturridge.

„Mér er alvara. Ég vil vita hver tók hann. Ég vil vita hvað átti sér stað. Af hverju tókuð þið hundinn minn?“

Sturridge er reiðubúinn að borga 20–30 þúsund pund ef einhver nær að finna hundinn hans á næstu dögum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern