fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Mál Kevin Spacey fellt niður

Fókus
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir því að eitt málanna sem hefur verið höfðað gegn bandaríska leikaranum Kevin Spacey verði fellt niður samkvæmt dómara. Leikarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gagnvart unglingspilti, William Little að nafni, á bar í ríkinu Massachusetts. Atvikið er sagt hafa átt sér stað á eyjunni Nantucket í júlí árið 2016 og er talið að Spacey hafi margsinnis þreifað á kynfærum drengsins án samþykkis.

Hermt er að Little hafi neitað að bera vitni fyrir dómstólnum af ótta við að varpa sök á refsivert athæfi á sjálfan sig með eigin vitnisburði. Talið er að hann hafi upphaflega sagt frá brotinu í einkaskilaboðum og sent þau áfram á þáverandi kærustu sína. Þessi skilaboð hafa þó ekki fundist og vill Alan Jackson, verjandi Spacey, meina að Little hafi eytt öllum sönnunargögnum sem visa til þess að hann hefði veitt leikaranum fullt samþykki. Því er ekkert annað í stöðunni en að fella málið.

Spacey hefur alla tíð neitað sök en hann hefur verið sakaður um sambærilegt athæfi af fjölmörgum einstaklingum undir lögaldri. Til að mynda er leikarinn sagður hafa áreitt fyrrum barnastjörnuna Anthony Rapp. Þá var Rapp um fjórtán ára gamall og þorði hann ekki að segja sögu sína fyrr en eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Í kjölfar þessara ásakana var Spacey rekinn úr sjónvarpsþáttunum House of Cards og tók hann þeim fréttum afar illa.

Þess má geta að leikarinn gaf út umdeilt myndband á aðfangadegi í fyrra þar sem hann skellti sér í gervi persónunnar Franks Underwood úr House of Cards. Þetta myndband markaði fyrsta skiptið þar sem hann kom opinberlega fram eftir ásakanirnar.

„Ég ætla svo sannarlega ekki að gjalda einhvers sem ég gerði ekki,“ segir Spacey í myndbandinu, sem sjá má að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jeppe til liðs við KA
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slökkviliðsmaður til 30 ára: Þetta áttu alls ekki að gera ef það kviknar eldur í bakaraofninum

Slökkviliðsmaður til 30 ára: Þetta áttu alls ekki að gera ef það kviknar eldur í bakaraofninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni