fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Bogi gerði góðverk í miðbænum: „Þetta er búið að vera langt og mikið ferðalag“ – Sjáðu myndböndin

Fókus
Mánudaginn 1. júlí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ganga ekki allar hetjur með skikkjur en fréttamaðurinn Bogi Ágústsson kom fjölskyldu til bjargar í miðbæ Reykjavíkur nú á dögunum. Á Facebook-síðu sinni birti hann myndbandssyrpu þar sem hann sést fylgja andafjölskyldu frá höfninni yfir Mýrargötu, Tryggvagötu, Pósthússtræti, Kirkjutorg og Templarasund.

Áfangastaður ferðalagsins var að sjálfsögðu Reykjavíkurtjörn en á samskiptamiðlinum þakkar Bogi ónefndri franskri konu sem hjálpaði til með fylgdina. Ljóst var einnig að ýmsir vegfarendur fylgdust með þessu góðverki fréttamannsins. Bogi skrifar á Facebook:

„Happy ending. Lofaði að láta þá sem fylgdust með röltinu um miðbæ Reykjavíkur vita hvernig ferðalagið endaði. Hér má sjá lokin á ferðalagi andamömmu með þrjá unga frá höfninni.“

Fylgdin endaði vel og má sjá syrpuna hér að neðan. Í einu myndbrotinu segir hann: „Þetta er búið að vera langt og mikið ferðalag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“