fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Máni ósáttur: „Hverslags skítasamfélag er búið að skapa hérna“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kann líka sögu af því hvernig samfélag við erum búin að búa til hérna við Íslendingar. Sonur minn er með röskun, kvíða og athyglisbrest. Það tók 15 mánuði að koma honum í það að hann fengi greiningu. Þegar hann var búinn að fá greiningu eftir 15 mánuði, þá er sagt við okkur, heyrðu það er annað hvort að kaupa sálfræðitíma fyrir 13 -14 þúsund krónur en síðan getur hann komist á námskeið sem heitir Kátir krakkar og það er 12 mánaða biðtími í það. Ef þið viljið getið þið komist á þetta námskeið í næstu viku. Það kostar 90 þúsund og það er hjá einkaaðilum!“

Þetta segir Máni Pétursson annar umsjónarmaður Harmageddon í þættinum Framapot á RÚV sem sýndur er í kvöld. Þar var sjónum beint sérstaklega að heilbrigðisgeiranum. Máni fjallar einnig um málið á Facebook-síðu sinni og kveðst oft verða „ógeðslega reiður“ þegar talið berst að heilbrigðiskerfinu. Þegar honum og konu hans var tjáð hversu langar biðlistinn væri og það kostaði tæplega 100 þúsund krónur að fá pláss á námskeiði, horfðu þau á hvort annað og hugsuðu bæði:

„Við gátum alveg borgað 90 þús og við gátum líka borgað sálfræði tíma fyrir drenginn. En að við getum borgað og eigum góða að sem leiðbeindu og hjálpuðu okkur eiga það ekki allir. Staðreyndin er sú að barnið okkar á meiri séns en sumir jafnaldrar hans út af fjárhag okkar.“ Þetta er samfélagið sem við erum búin að skapa. Til hamingju Ísland.“

Þá greinir Máni frá því í þættinum að hann hafi kynnst fjölda drengja sem hafi barið mann og annan hér og þar í borginni.

„Þeir hefðu ekki gert það hefðu þeir fengið einhverja hjálp strax í upphafi. Það er eins og menn skilji þetta ekki, eins og þeir geri sér ekki grein fyrir því að eftir 20 ár þá verður einn þarna á biðlistanum að berja barnið þeirra á Arnarneshæðinni.“

Máni segir svo á Facebook:

„Þetta er samfélagið sem við erum búin að skapa. Til hamingju Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi