fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Bill Gates opinberar stærstu mistökin sín

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg ár var Microsoft fremst allra fyrirtækja í tölvugeiranum en fyrirtækið náði ekki að þróast nógu hratt á snjallsíma markaðnum. 

Microsoft gaf út fyrsta farsímakerfið sitt, Windows Mobile, árið 2000. Apple gaf út fyrsta iPhone símann árið 2007 og Google setti Android kerfið á laggirnar árið 2008. Þrátt fyrir að Microsoft hafi verið á undan hinum að koma með farsímakerfi þá voru þeir fljótir að detta úr lestinni.

Bill Gates tjáði sig um málið í Washington DC í gær.

„Við vissum að farsíminn myndi verða gífurlega vinsæll svo við gerðum okkar eigið farsímakerfi. Við hefðum getað orðið stærstir en við misstum af tækifærinu, við settum ekki okkar besta fólk í starfið. Þetta eru stærstu mistökin sem ég hef gert því þetta var eitthvað sem við hefðum getað áorkað.“

Bill Gates vill meina að fyrirtækið hafi verið undir miklu álagi á þessum tíma vegna réttarhalda en fyrirtækið var ásakað um að nota ólöglegar og ósamkeppnishæfar aðgerðir sem útilokuðu aðra.

Bill Gates segir að þetta feilspor varð til þess að fyrirtækið missti marga milljarða dollara í hendurnar á Google en Android kerfið er í dag það vinsælasta í Bandaríkjunum. 

„Hin kerfin okkar, Windows og Office, eru en mjög sterk svo við erum samt sem áður leiðandi fyrirtæki. En ef við hefðum náð farsímamarkaðnum líka þá værum við fremstir á markaðnum.“

Bill Gates notar sjálfur Android síma en hann hætti í daglegri vinnu hjá Microsoft árið 2008 og steig til hliðar sem stjórnarmeðlimur fyrirtækisins árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni