fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Ég er ólétt eftir fyrrverandi kærasta og maðurinn minn veit það ekki – Hvað á ég að gera?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 24. júní 2019 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég stundaði kynlíf með fyrrverandi kærasta mínum í fyrsta skipti í rúm tíu ár. Það var algjörlega æðislegt og nú er ég ólétt eftir hann, en aumingja maðurinn minn veit það ekki ennþá.“

Þetta segir 29 ára kona sem leitaði til Deidre Sanders, sambandsráðgjafa breska blaðsins The Sun. Konan er gift 32 ára karlmanni sem starfar sem verkfræðingur. Vinnu sinnar vegna þarf hann að dvelja erlendis nokkrar vikur í senn og það var einmitt þegar eiginmaðurinn var erlendis að konan hitti fyrrverandi kærasta sinn.

„Maðurinn minn er myndarlegur og skemmtilegur, en það er ekki eins skemmtilegt þegar hann fer til Sádi-Arabíu og dvelur þar. Þegar hann kemur heim er hann mikið með vinum sínum og virðist ekki gefa sér mikinn tíma fyrir mig,“ segir konan.

Hún bætir því við að hún hafi fengið vinabeiðni á Facebook í fyrra frá fyrrverandi kærasta sínum. Þau voru saman á unglingsárunum og sambandið gekk vel, að hennar sögn. „Við hættum saman þegar ég var 19 ára þar sem mér fannst ég of ung til að binda mig,“ segir hún og bætir við að kærastinn fyrrverandi hafi síðar kvænst annarri konu og þau farið hvort sína leið. Hún flutti til Lundúna þar sem hún kynntist núverandi eiginmanni sínum – draumaprinsinum að hún taldi.

„Við fórum saman til New York þar sem hann fór á skeljarnar og bað mín. Hversu rómantískt er það? Vinkonur mínar segja að ég hafi verið heppin en sannleikurinn er sá að undanfarin ár hef ég verið einmana. Ég hef beðið hann að fá sér vinnu heima en talað fyrir daufum eyrum. Og þegar fyrrverandi kærastinn setti sig í samband við mig vildi ég endilega hitta hann,“ segir hún en þá var hann skilinn við eiginkonu sína.

„Við áttum í ótrúlegu sambandi í sex vikur meðan maðurinn minn var erlendis. Ég er núna ólétt og satt að segja mjög ánægð með það. Við erum farin að skipuleggja framtíð saman. En akkúrat þá er maðurinn minn farinn að hringja og segjast vilja hætta að vinna erlendis og fara að huga að því að eignast börn með mér. Ég vil ekki særa hann. Hvað á ég að gera?“

Deidre svarar þessari erfiðu spurningu eftir bestu getu en óhætt er að segja að í svona aðstæðum sé ekki til nein ein auðveld leið.

„Hugsanlega hefur hann skynjað breytingu á þér – kannski því þú ert hætt að þrýsta á hann að koma heim? Ef þetta væri einfalt val milli hans og fyrrverandi kærastans þá myndi ég hvetja þig til að gefa eiginmanni þínum annað tækifæri. Þú ert í hjónabandi með honum og hann hefur lagt mikið á sig fyrir ykkur. En það hljómar þannig að hann hafi valið að gera það sem hentar honum. Þú þarft nú að leiða hugann að þremur einstaklingum; eiginmanni þínum, fyrrverandi kærasta og barninu sem þú berð undir belti. Í mínum huga er það barnið sem skiptir mestu máli; það á skilið að vera alið upp og elskað af móður sinni og föður,“ segir Deidre sem hvetur konuna til að fylgja hjartanu. Hugsanlega sé það rétta í stöðunni að hefja nýtt líf með fyrrverandi kærastanum og barninu sem þau eiga von á saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga