fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Fimm svartir nashyrningar fluttir úr evrópskum dýragörðum til Rúanda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 07:00

Svartur nashyrningur. Mynd:African Parks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 5.000 svartir nashyrningar eru eftir í Afríku en þar eru þeir í mikilli hættu vegna veiðiþjófnaðar. Til að reyna að laga ástandið var nýlega flogið með fimm svarta nashyrninga úr evrópskum dýragörðum til Rúanda þar sem þeim var sleppt lausum á verndarsvæði. Þetta er umfangsmesti flutningur á nashyrningum frá Evrópu til Afríku frá upphafi en margra ára undirbúningsvinna liggur að baki.

Tæplega 5.000 villtir svartir nashyrningar eru eftir í Afríku og aðeins 1.000 svartir nashyrningar af austur stofni. Báðar tegundir eru í hættu vegna veiðiþjófnaðar. Fimm kvendýr og tvö karldýr á aldrinum tveggja til níu ára voru valin til að vera send í Akagera þjóðgarðinn. Öll dýrin fæddust í Evrópu og hafa verið í dýragörðum allt sitt líf, þrjú í Tékklandi, eitt í Danmörku og eitt í Bretlandi.

Dýragarðarnir hafa gefið Rúanda dýrin í þeirri von að þau geti styrkt stofn svartra nashyrninga í austanverðri Afríku. Þeir hafa verið þjálfaðir til að verða sleppt lausum út í náttúruna og einnig hafa þeir fengið undirbúning vegna hins langa ferðalags til Rúanda. Sky skýrir frá þessu.

Í Akagera þjóðgarðinum hefur tekist vel til við að glíma við veiðiþjófa og hefur nær algjörlega tekist að koma í veg fyrir veiðiþjófnað þar á undanförnum árum. Af þeim sökum hefur verið hægt að taka nýjar tegundir inn í garðinn. Þar á meðal eru ljón sem komu þangað 2015 og hafa síðan þrefaldað fjölda sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni