fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Secret Solstice: Þetta eru atriðin sem þú mátt ekki missa af á föstudeginum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna þegar Secret Solstice er rétt handan við hornið er tilvalið að fara yfir atriðin sem þú mátt alls ekki missa af á fyrsta deginum.

Pusha T

https://www.instagram.com/p/ByfTQ-jnarN/

Pusha T er amerískur rappari og lagasmiður en hann hoppar inn fyrir Ritu Ora sem veiktist. Rapparinn aflaði sér frægðar með bróður sínum No Malice í tvíeykinu Clipse. Árið 2010 skrifaði hann undir samning hjá plötufyrirtækinu GOOD Music sem Kanye West stofnaði. Síðan þá hefur hann gefið út þrjár plötur en sú nýjasta heitir DAYTONA og kom út í fyrra.

Vinsæl lög: If You Know You Know og The Games We Play

Klukkan: 21:00

Svið: Valhalla

Jonas Blue

https://www.instagram.com/p/By5K6eFHvEg/

 

Jonas Blue er enskur plötusnúður. Hann fyllir í skarð Martin Garrix sem átti að spila á hátíðinni en forfallaðist vegna meiðsla. Það kannast flestir við lögin hans Jonas Blue þar sem þau hafa verið í mikilli spilun hér á Íslandi, hvort sem það er á skemmtistöðum eða í útvarpi.

Vinsæl lög: Perfect Strangers og Fast Car

Klukkan: 22:00

Svið: Valhalla

Séra Bjössi

https://www.instagram.com/p/BqPvkAwgVDj/

Séra Bjössi byrjaði sem djók og er það ennþá í dag. Þeir settu lögin sín bara á SoundCloud síðuna svo þeir gætu hlustað á það sjálfir á ferðinni. Það kom þeim því á óvart þegar lögin fóru að safna hlustunum á SoundCloud. Síðan þeir færðu sig yfir á Spotify hafa lögin þeirra eytt dágóðum tíma á Top 50 listanum á Íslandi.

Vinsæl lög: Djamm Queen og Dicks

Klukkan: 19:25

Svið: Gimli

 

Pussy Riot

https://www.instagram.com/p/Bx3e9bwjSwm/

Pussy Riot eru aðgerðasinnar sem nota listina til að koma skilaboðunum sínum á framfæri. Þrátt fyrir mótlæti af völdum Putin rússlandsforseta þá hætta þær ekki að koma fram. Árið 2012 voru þrír meðlimir hópsins handteknir fyrir að flytja verkið Virgin Mary, please get rid of Putin. Pussy Riot komst í heimsfréttirnar fyrir að hlaupa inn á völlinn í úrslitaleik HM. Þar krafðist hópurinn að allir pólitískir fangar yrðu frelsaðir.

Vinsæl lög: Make America Great Again og Police State

Klukkan: 19:05

Svið: Valhalla

ClubDub

Þrátt fyrir að ClubDub hafi ekki verið á skipan Secret Solstice í fyrra þá má segja að þeir hafi átt hátíðina. Þá voru þeir nýbúnir að gefa út sína fyrstu plötu, Juice Menu Vol. 1 en þeir spiluðu samt á nær öllum sviðunum sem leynigestir hjá öðrum listamönnum. Þetta er því fyrsta skiptið sem þeir fá sitt eigið pláss á hátíðinni og það verður gaman að fylgjast með því.

Vinsæl lög: Eina Sem Ég Vil (feat. Aron Can) og Fokka Upp Klúbbnum

Klukkan: 21:00

Svið: Gimli

https://www.instagram.com/p/BuHJDk-gfs2/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“