fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Rússar vara við alvarlegum afleiðingum árasar Bandaríkjanna á Sýrland

Árásin einungis skrefi frá átökum við Rússland

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. apríl 2017 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa varað við því að árás Bandaríkjahers á Shayrat herflugvöllinn í Sýrlandi í fyrradag geti haft verulega alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þeir segja árasina sem fyrirskipuð var að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa myndað gjá milli Moskvu og Washington.

Herskipin USS Porter og USS Ross vörpuðu fjölda eldflauga á flugvöllinn sem talsmenn Pentagon telja að hafi verið viðriðinn efnavopnaárás í liðinni viku.

Aðgerðirnar voru svar við því sem yfirvöld í Washington telja að hafi verið efnavopnaárás framin af ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar al-Assad forseta landsins, þar sem að minnsta kosti 70 manns létu lífið. Sýrlensk stjórnvöld neita því að bera ábyrgð á árásinni.

„Við fordæmum eindregið ólögmætar aðgerðir Bandaríkjanna. Afleiðingar af þessu fyrir stöðugleika bæði innalands og alþjóðlega gætu orðið mjög alvarlegar“ sagði Vladimir Safronkov talsmaður Rússlands á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær.

Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands segir að árás Bandaríkjamanna hafi verið einu skrefi frá átökum við Rússneska herinn.

Varnarmálaráðuneyti Rússland svaraði árásunum með því að tilkynna sendifulltrúa bandaríska hersins í Moskvu að á miðnætti að staðartíma yrði samskiptalínu lokað sem notuð hefur verið til að forðast árekstra milli rússneskra og bandaríkskra herdeilda í Sýrlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin