fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hæ, hó og jibbý jei – Nóg af af gleði um gjörvallt höfuðborgarsvæðið – Sýndarréttarhöld og sterkasti maður Íslands

Fókus
Mánudaginn 17. júní 2019 08:00

Til hamingju með daginn!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar halda upp á þjóðhátíðardaginn í dag, á sjálfan 17. júní. Venju samkvæmt er nóg um að vera um allt land og því ákvað DV að fara yfir það helsta sem hægt er að skemmta sér við í dag á höfuðborgarsvæðinu.

Harmonikuball og Hjómskálastuð

Í Reykjavík er byrjað á hefðbundinni morgunathöfn á Austurvelli. Klukkan 10 er guðsþjónusta í Dómkirkjunni og síðan leggur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Fjallkonan ávarpar því næst gesti og gangandi, en ávallt ríkir mikil leynd yfir því hver fjallkonan er ár hvert.

Smærri týpa af kökunni löngu.

Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á kökuna á Sóleyjargötu við Hljómskálann. Þá skemmtir Sirkus Íslands í Hljómskálagarðinum klukkan 13 og Brúðubíllinn klukkan 15. Harmonikuball er í ráðhúsinu frá klukkan 15.30 og klukkan 14.00 hefjast stórtónleikar í Hljómskálagarði þar sem meðal annars Emmsjé Gauti, Aron Can og Herra hnetusmjör troða upp.

Ýmsar opinberar stofnanir opna einnig dyr sínar. Myntsafn Seðlabankans verður til að mynda opið þar sem gestum gefst færi á að handfjatla gullstöng. Þá verður hægt að fylgjast með sýndarréttarhöldum hjá Héraðstómi Reykjavíkur. Er þetta aðeins brota brot af þeirri skemmtun sem má finna í höfuðborginni en dagskrána má kynna sér í heild sinni með því að smella hér.

Víkingahátíð í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði hefjast herlegheitin klukkan 8 þar sem Skautafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn. Klukkan 11 er þjóðbúningasamkoma í Flensborg og klukkan 13.30 hefjast hátíðarhöld á Thorsplani. Þar koma meðal annars fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Lína langsokkur, Karíus og Baktus og JóiP og Króli.

Jói Pé og Króli.

Við bókasafnið verður einnig líf og fjör – diskótekið Dísa, hoppukastalar og leikhópurinn Lotta. Svo má ekki gleyma víkingahátíðinni á Víðistúni sem opin verður frá 13 til 19. Heildardagskrá í Hafnarfirði má sjá hér.

Rífandi stemning á Rútstúni

Í Kópavogi hefst fögnuðurinn á 17. júní hlaupinu á Kópavogsvelli klukkan 10, en hlaupið er fyrir börn í 1. til 6. bekk. Klukkan 13.30 fer síðan skrúðganga frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni, þar sem verður nóg um að vera fyrir unga sem aldna. Ronja ræningjadóttir, Skoppa og Skrítla og Ingó veðurguð kíkja á mannskapinn svo eitthvað sé nefnt en einnig verða ýmis leiktæki á staðnum. Um kvöldið er síðan blásið til stórtónleika á Rútstúni þar sem fram koma Blóðmör, GDRN, Sísý Ey og Páll Óskar. 17. júní dagskrá í Kópavogi má nálgast hér.

Ronja Ræningjadóttir.

Bátasigling og hestateymingar

Á Seltjarnarnesi verður bátasigling frá smábátahöfninni frá 10 til 12 og hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju klukkan 11. Klukkan 12.45 fer síðan skrúðganga frá Leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð. Í Bakkagarði verður mikið fjör þar sem fram koma til dæmis Lalli töframaður, Bríet og Ronja ræningjadóttir. Þá verða fjölmörg leiktæki á staðnum, sem og andlitsmálning og hestateymingar. Dagskrána í heild sinni má sjá hér.

Lalli töframaður sést hér með Margréti Erlu Maack.

Álftanes og Garðabær

Á Álftanesi leggur skrúðganga af stað klukkan 10.15, en gengið er frá Brekkuskógum að hátíðarsvæði við Álftaneslaug. Klukkan 10.35 hefst hátíðardagskrá á hátíðarsviðinu þar sem Karma Brigade, Skoppa og Skrítla troða meðal annars upp.

Herra Hnetusmjör.

Í Garðabæ verður hátíðarstund í Vídalínskirkju klukkan 13.15 og klukkan 14 leggur skrúðganga af stað frá kirkjunni að hátíðarsvæði við Garðatorg. Þar verður gleði og glaumur fram eftir degi þar sem má sjá Sirkus Íslands, Herra Hnetusmjör og Skoppu og Skrítlu svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðartónleikar í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju verða haldnir klukkan 20. Salon Islandus-kvartettinn og Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran flytja vinsæl Vínarlög, aríur, dúetta, valsa og aðra létta tónlist. Dagskrá á Álftanesi og í Garðabæ má sjá í heild sinni hér.

Hver er sterkastur?

Í Mosfellsbæ verður hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju klukkan 11 og klukkan 13.45 fer skrúðganga frá Miðbæjartorgi að Hlégarði. Þar ehfst fjölskyldudagskrá klukkan 14 þar sem meðal annars koma fram VIO, skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Emmsjé Gauti. Kraftlyfingarfélagið verður síðan með keppni um titilinn Sterkasti maður Íslands á Hlégarðstúninu klukkan 16. Meira um dagskrá í Mosfellsbæ má finna hér.

Emmsjé Gauti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta