fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sakar handritshöfund væntanlegrar myndar Baltasars um grimmd og hrottaskap

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Whitney Moore hefur sakað fyrrverandi kærasta sinn, handritshöfundinn Max Landis, um hrottaskap og grimmd á meðan á sambandi þeirra stóð í færslu á samskiptamiðlinum Twitter.

Ítrekaðar ásakanir

Moore greindi ekki nánar frá því í hverju hrottaskapurinn og grimmdin hefði falist, en af tísti hennar er ljóst að um verulega erfiða lífsreynslu var að ræða.  Max Landis er bandarískur handritshöfundur sem hefur verið eftirsóttur í sínu fagi. Hann skrifaði til að mynda handritið af myndinni Deeper, sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Hann hefur að mestu dregið sig úr sviðsljósinu eftir ítrekaðar ásakanir um kynferðisbrot. Einn þolenda hans skrifaði í skjóli nafnleysis á vefnum Medium þar sem hún lýsti grófri kynferðislegri áreitni sem Landi á að hafa beitt hana.

„Ég áttaði mig á því að ég myndi aldrei vinna þessa baráttu,“ segir í færslu stúlkunnar. „Hann greip utan um mig og þrýsti mér á rúmið. Ég fann fyrir holdrisi hans og áður en ég vissi af var hann byrjaður að klæða mig úr bolnum. Hann reyndi ítrekað að kyssa mig á meðan ég reyndi að snúa mér í hina áttina. Ég bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki.“

Stúlkan losnaði úr aðstæðunum með því að þykjast falla í yfirlið. Faðir Max er þekktur kvikmyndagerðamaður, John Landis, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Blues Brothers og framhaldsmyndinni Blues Brothers 2000, en einnig þekkta tónlistarmyndanu við lag Michael Jacskons, Thriller. Á samfélagsmiðlum hefur verið gefið til kynna að Max komist upp með ýmislegt sem aðrir geta ekki, sökum þess hve faðir hans er valdmikill í Hollywood.

Sjá einnig:

Max Landis, handritshöfundur Deeper sakaður um nauðgunartilraun

Hélt hún myndi aldrei deila reynslu sinni

„Ég hélt ég myndi aldrei opna mig opinberlega um allt það sem Max Landis gerði mér, því ég hélt að fyrirgefningin væri rétta leiðin til bata,“ skrifar Moore í tísti sínu og bætist þar með í hóp fjölda annara sem hafa sakað Max um ofbeldi.

„Ég jafnvel varði hann í lengri tíma, því ég trúði því að  hann væri batnandi maður og að þær pyntingar sem hann lét mig ganga í gegnum hefðu aðeins átt sér stað innan okkar sambands. Ég hélt að það væri tilgangslaust að deila hrottaskap og grimmd hans gagnvart mér, því það að fordæma aðila, sem er að reyna að vinna í sínum málum, opinberlega er gagnslaust.“

„Núna veit ég hins vegar að þetta var lygi; hann varð aldrei betri manneskja. Hann faldi sig á bak við vináttu við mig og aðra góða einstaklinga svo hann gæti haldið áfram að skaða fólk bak við luktar dyr án þess að fólki færi að gruna hann um græsku.“

„Ég hef mun meira um þetta að segja, og mun gera það í skjóli nafnleyndar því það sem hann gerði mér er alltof niðurlægjandi fyrir mig til að ég vilji tengja nafnið mitt við það, og ég vil heldur ekki að nokkur manneskja tengi mig NOKKURN TÍMANN við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður