fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Gylfi Þór: Kom mér á óvart hversu vel hann spilaði

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var flottur í kvöld fyrir íslenska landsliðið sem mætti Tyrkjum í undankeppni EM.

Við ræddum við Gylfa eftir sigur kvöldsins en Ísland hafði betur 2-1 gegn sterkum andstæðingi sem vann heimsmeistara Frakka um helgina.

,,Við höfum spilað mjög vel í þeim keppnisleikjum sem hafa skipt okkur máli fyrir utan heimsmeistaramótið,“ sagði Gylfi.

,,Við vorum bara í erfiðum riðli, hlutirnir gengu ekki alveg upp. Í undankeppnunum fyrir HM þá vorum við frábærir og höfum verið mjög góðir í þessari undankeppni.“

,,Við höfum gert það sem við þurftum. Það er frábært að vera með níu stig eftir fjóra leiki og að vera búnir með Frakkana úti.“

,,Leikplanið í dag gekk fullkomlega upp. Það er frábært að skora tvö mörk snemma í leiknum en mjög svekkjandi að fá á okkur mark úr horni.“

,,Jón Daði var geggjaður í þessum leik. Hann hefur ekki spilað mjög lengi svo það kom mér á óvart hversu vel hann spilaði.“

,,Fyrir mig persónulega er mjög þægilegt að spila með honum. Hann fær gul spjöld á hina leikmennina, fær innköst og aukaspyrnur. Hann ógnar alltaf fyrir aftan hafsentana og gefur okkur tíma til að koma með liðið upp.“

Nánar er rætt við Gylfa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga
433Sport
Í gær

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur
433Sport
Í gær

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun