fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Segja Laugardalsvöll ógeðslegan og minna á völl í Zimbabwe: Svartir blettir á andliti Johansson

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason voru léttir, ljúfir og kátir í Brennslunni á FM957 í morgun. Með þeim í þættinum var, líkt og venjulega, Ríkharð Óskar Guðnason.

Hjörvar og Kjartan voru á landsleik Íslands og Albaníu á laugardag. Kjartan sat í stúkunni nær Valbjarnarvelli. Sú stúka er minni stúkan á vellinum.

,,Ég fór með dóttur mína á Ísland – Albaníu, virkilega fallegt sumarveður á laugardaginn. Núna er mjög stutt síðan við fórum saman og mamman með, á leik hjá Orlando City í Bandaríkjunum. Einnig höfum við Íslendingar og fólk í Evrópu gert lítið úr því hvað Kaninn veit um fótbolta. Að fara á leik með Orlando City, liði í MLS deildinni, er svona 100 sinnum meiri skemmtun. Það sem er utan leiksins, en að fara á leik með íslenska landsliðinu,“ sagði Kjartan Atli þegar hann hóf umræðuna.

Hjörvar Hafliðason, sem er knattspyrnusérfræðingur, segir að ef aðstæður væru betri, þá myndu fleiri mæta. Lengi hefur verið í kortunum að breyta og bæta vellinum en ekkert er í hendi.

,,Alls staðar þar sem þú bætir aðstæður fyrir áhorfendur, þá mæta fleiri. Um leið og upplifunin af leiknum er skemmtilegri, þá mæta fleiri. Málið er það, það eru fræði um upplifun á leikvelli. Það er eitthvað sem við kunnum ekki, Laugardalsvöllur með fullri virðingu fyrir honum, hann er ógeðslegur.“

Kjartan Atli sagði að það væri hræðilegt að athafna sig fyrir leik og í hálfleik.

,,Ef þú skoðar stúkuna nær Valbjarnarvelli, þið sem hafið verið í henni. Veitingasala og aðbúnaður þar til að athafna sig í hálfleik og fyrir leik er hræðileg.“

,,Við vorum í stúkunni við hlið Tólfunnar, þar beint fyrir aftan eru klósett. Það eru svona 2,5 metrar frá stúkunni að húsi sem gæti verið viðbygging við Háskóla Íslands, sem var byggð 1911. Þar eru klósett, allir sem eru í röð inn á klósettið, þeir teppa alla sem eru á leið í veitingasöluna. Í veitingasölunni eru ekki raðir, ef þetta væri í öðrum löndum. Þá væri búið að hólfa þetta niður, röðin haldi. Það er ekkert pælt í neinu. Það var ekki hægt að kaupa Coke Zero, hamborgarar seldur úr hitakassa.“

Kjartan minntist á að skjárinn sem sýnir úrslit leiksins, sé ekki góður og tók dæmi

,,„Ég hringdi í Hjörvar eftir leik og vorum að ræða um þetta. Við vorum að skiptast á að gera lítið úr þessari töflu. Við búum í einu tæknivæddasta landi í heimi. Við erum með skjá sem á að vera einhver digital skjár. Það vantar panela í hann. Það var verið að heiðra minningu Lennart Johansson fyrir leik. Það voru svona svartir blettir í andlitinu á honum, þvílík óvirðing.“

Hjörvar lauk umræðunni um þetta svona. ,,Þetta minnir mig á þjóðarleikvang Zimbabwe.“

Umræðan hefst eftir 1:23 hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen