fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Isavia svarar reiðum Tyrkjum: „Ekki í neinni stöðu til að gefa undantekningar frá þessum mikilvægu reglum“

433
Mánudaginn 10. júní 2019 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ónægju meðal tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu með mikla bið á Keflavíkurflugvelli við komuna til Íslands í gær. Í yfirlýsingunni segir að starfsmenn Isavia hafi verið skylt að framkvæma öryggisleit á knattspyrnuköppunum.

Sjá einnig: Tyrkir brjálaðir á Laugardalsvelli: Vildu fá túlk – „Af því að þetta er Tyrkland?“

„Vegna frétta af komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu til Ísland er rétt að árétta að brottfararflugvöllur landsliðshópsins í Tyrklandi er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði, eða One Stop Security, sem gildir fyrir flugvelli í ríkjum ESB og á EES-svæðinu eða í þeim löndum sem gert hafa sérstaka samninga um það. Isavia er því skylt að framkvæma öryggisleit á öllum farþegum sem koma frá slíkum flugvöllum. Íslenskir farþegar, svo og farþegar allra annarra þjóða sem koma frá flugvöllum utan One Stop Security þurfa að fara í gegnum sama ferli.“

Þá er einnig tekið fram að öryggi sé sett á oddinn á flugvellinum og ekki hægt að gera undantekningar til að stefna því öryggi í hættu.

„Öryggi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll er eitt af grunngildum Isavia og öryggisreglur þær sem fylgt er á flugvellinum eru settar á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga. Af þeim sökum eru Isavia ekki í neinni stöðu til að gefa undantekningar frá þessum mikilvægu reglum. Öryggisleitin gengur vanalega fljótt fyrir sig en í gærkvöldi tók leitin þó lengri tíma þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum,“ stendur í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann bætir við að biðin hafi í raun ekki verið svo löng.

„Ferlið gekk þó fljótt fyrir sig. Flugvél tyrkneska liðsins kom í stæði á Keflavíkurflugvelli um kl. 19:40 í gærkvöld og voru síðustu farþegar komnir út um tollsal um kl. 21. Ferlið í heild sinni hefur því tekið um 80 mínútur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga
433Sport
Í gær

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool