Páll Óskar sendi frá sér nýtt lag í dag ásamt söngvaranum Chase. Lagið heitir STJÖRNUR og það á vel við þar sem tvær stórstjörnur íslenskrar tónlistar syngja það saman.
Í laginu syngja Palli og Chase um ástina en lög þeirra beggja fjalla oftar en ekki um ástina.
Páll Óskar hefur átt þó nokkra smellina sem allir kannast við en Chase er best þekktur fyrir sumarsmellinn Ég Vil Það sem hann söng með JóaP.
Hver veit nema lagið STJÖRNUR verði bara sumarsmellurinn í ár.