fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 23. maí 2019 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Replúblikaninn Nathan Ivie kom út úr skápnum í myndbandi sem hann setti á Youtube í gær. Hann segir að það hafi tekið sig meira en 20 ár að sætta sig við kynhneigð sína, eða frá því að hann var níu ára gamall.

Ivie er í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu sem er í daglegu tali kölluð Mormónakirkjan, en trúfélagið er á móti samkynhneigðum hjónaböndum og fordæmir sambönd samkynhneigðra. Ivie hefur ekki tjáð sig um trú sína eftir að hann kom úr skápnum.

Nathan Ivie er stjórnmálamaður í Replúblikanaflokknum, en margir meðlimir flokksins eru andstæðir samkynhneigðum hjónaböndum.

Hann segir að langanir sínar hafi ekki verið þær sömu og samfélagið hafi ætlast til af honum og það hafi orðið til þess að hann hafi reynt að svifta sig lífi þegar hann var 22. ára.

Replúblikaninn segist hafa reynt að “lækna„ samkynhneigðina án árangurs. Ivie segir að það að hafa unnið með foreldrum hinsegin barna sem höfðu fyrirfarið sér hafi veitt honum innblástur til að tjá sig um kynhneigð sína.

Ivie vonast til að myndbandið hjálpi ungu hinsegin fólki “það er í lagi að vera öðruvísi, þú getur bæði verið samkynhneigður og replúblikani… þú verður að treysta á að fólk elski þig fyrir það hver þú ert í raun og veru,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni