fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Andlit Fjallsins í Game of Thrones loksins afhjúpað – Hafþór Júlíus gjörsamlega afskræmdur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstsíðasti þáttur í lokaseríu Game of Thrones var sýndur í nótt, klukkan eitt að íslenskum tíma. Skiptar skoðanir eru um þáttinn og fjölmargir hafa viðrað óánægju sína með hann á Twitter.

Það var hins vegar ansi margt sem gerðist í þættinum en meðal þess var að hjálmurinn fór loksins af Fjallinu, sem leikið er í þessari þáttaröð af kraftakarlinum Hafþóri Júlíusi Björnssyni.

Áhorfendur hafa ekki séð framan í Fjallið síðan í seríu fimm, eftir að Qyburn vakti hann aftur til lífs eftir að Oberyn Martell eitraði fyrir honum í seríu fjögur. Nafn Hafþórs Júlíusar hefur verið í leikaraliðinu síðan að þessi síðasta sería var opinberuð og því þótti afar líklegt að Fjallið myndi einhvern tímann missa hjálm sinn.

Hafþór Júlíus hefur leikið Fjallið, sem heitir réttu nafni Gregor Clegane, síðan í fjórðu seríu, en áður höfðu Conan Stevens og Ian Whyte farið með hlutverkið.

Við ætlum ekki að segja meira um þær aðstæður sem skapast í þættinum sem verða til þess að Fjallið missir hjálm sinn, en þeir sem eiga eftir að sjá þáttinn mega alveg hlakka til. Það eina sem við getum sagt er að Hafþór Júlíus er gjörsamlega afskræmdur þegar að hjálmurinn fær að fjúka, en vegna þess hve þátturinn er sýndur seint á Íslandi, eða snemma eftir því hvernig sem á það er litið, og margir ekki búnir að horfa þá ætlum við ekki að sýna myndina af afskræmdu andliti hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025