fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Uppnám í Tel Aviv – Allur vodki að klárast á hóteli íslenska hópsins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 18:30

Er það íslenski hópurinn sem er svo vodkaþyrstur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú bíða margir spenntir eftir Eurovision-keppninni, en minna en vika er þar til hljómsveitin Hatari keppir fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu og freistar þess að komast upp úr fyrri undanriðlinum.

FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fylgist vel með keppninni í Ísrael og skrifa stjórnarmeðlimir félagsins greinar og birta myndbönd á hverjum einasta degi.

Meðal þeirra sem eru í Tel Aviv á meðal FÁSES er svokölluð Júró-Gróa, þekktur karakter innan FÁSES-samfélagsins sem elskar að slúðra um það sem gerist utan sviðsins. Gróa birtir sinn fyrsta pistil frá Ísrael á heimasíðu FÁSES í dag og býður upp á ansi þéttan slúðurpakka. Ein slúðursagan er þó sérstaklega áhugaverð.

„Gróa er búin að finna út að finnska og íslenska sendinefndin búa á sama hótelinu. Gróa mætti að sjálfsögðu á staðinn til að taka út aðstæður og komst að því að allur vodki á hótelbarnum væri að klárast,“ skrifar Gróa, en óvíst er hvort það eru Íslendingar eða Finnar sem eru svo þyrstir í vodka.

„Starfsfólki barsins ber ekki saman um hvor sendinefndin væri ábyrg fyrir þessari miklu aukningu í sölu á vodka. Líklegast gera heimamenn ekki greinarmun á hrognamálunum sem gestirnir úr norðri tala,“ bætir Gróa við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Í gær

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina