fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Taylor felur fullt af vísbendingum í nýju myndbandi – Þær eru fleiri en þig grunar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 18:30

Nýjasta myndband Taylor er heldur betur litríkt og fjörugt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Taylor Swift gaf nýverið út lagið ME! og hressilegt myndband við lagið. Í viðtali við Capital Radio segir Taylor að myndbandið sé stútfullt af duldum meiningum sem hún kallar páskaegg, þar sem aðdáendur þurfi að kafa djúpt í myndmál myndbandsins til að átta sig á öllum skilaboðunum sem hún er búin að fela um víð og dreif.

„Þegar ég er með myndband í bígerð og ég er búin að ákveða að hafa það skemmtilegt fyrir aðdáendur þá bý ég til páskaeggjaleit í gegnum myndbandið. Mér finnst það skemmtilegra en myndböndin sem ég gerði einu sinni sem voru ekki með neinum vísbendingum. Ég elska þetta,“ segir Taylor og bætir við að aðdáendur séu hæstánægðir með að fá slík verkefni.

„Þetta stafar af því að aðdáendur hafa látið mig vita í gegnum árin að þeir séu að leita að hverju einasta smáatriði. Þannig að ef þeir hefðu engan áhuga á smáatriðunum væri ekkert gaman að setja þau í myndböndin.“

Þrískipt leit

Taylor segir að þessi páskaeggjaleit sé þrískipt. Í fyrsta lagi eru það mjög augljósar vísbendingar um hluti sem eiga eftir að gerast á næstu mánuðum, í öðru lagi eru það páskaegg sem verða afhjúpuð þegar að nýja platan kemur út og í þriðja lagi eru það vel falin páskaegg sem koma ekki í leitirnar fyrr en tónleikaferðlagið hefst. Taylor vill ekki segja hvenær platan kemur út en aðdáendur hafa keppst við að birta samsæriskenningar á netinu um nýja myndbandið við lagið ME!.

Snákurinn öflugt tákn og augljóst

Augljósasta vísunin í myndbandinu er klárlega snákurinn í upphafi myndbandsins, en snákurinn breytist í falleg fiðrildi og síðar í ský. Snákur er tákn rifrildis Taylor við stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West. Vilja einhverjir meina að hún spái ekkert í rifrildið lengur og því hafi snákurinn breyst í fiðrildi. Ástæða þess að snákurinn breytist líka í ský gæti verið að túlka að Taylor sé meðvituð um að þetta rifrildi og slíkar neikvæðisraddir séu allt í kringum hana.

Bónorðið leyndardómsfulla

Söngvarinn Brendon Urie í Panic! At the Disco syngur með Taylor í laginu og spilar veigamikið hlutverk í myndbandinu. Á einum tímapunkti biður Brendon Taylor um að kvænast sér og vilja einhverjir meina að þetta tákni að brúðkaup sé í vændum hjá Taylor og kærasta hennar, leikaranum Joe Alwyn.

Aðdáendur söngkonunnar muna enn eftir því þegar hún hafnaði bónorði í myndbandinu Look What You Made Me Do og spekúleruðu hvort það bónorð væri vísan í að Taylor hefði hryggbrotið fyrrverandi kærasta sinn, Calvin Harris. Það sem eykur enn á getgátur um bónorðið er að Taylor skrifar á Vevo að hún hafi þagað yfir leyndarmáli í marga mánuði og spyr aðdáendur hvort þeir sjái það í myndbandinu. Er hún kannski nú þegar trúlofuð? Jafnvel gift?

Ný kisa í safnið

Taylor vill ekki giftingarhring Brendon í myndbandinu en þiggur kettling af honum í staðinn.

Taylor og Benjamin Button.

Aðdáendur voru fljótir að giska á að þetta þýddi að hún væri búin að fá sér nýtt gæludýr og höfðu á réttu að standa. Taylor átti fyrir tvo ketti, Meredith og Olivia, og bætti síðan þriðja kettinum í safnið – kettinum sem sést í bónorðinu í myndbandinu, en hann heitir Benjamin Button. Meredith og Olivia fá sitt pláss í frægðarljómanum í byrjun myndbandsins.

Meredith og Olivia.

Elskhuginn kallar

Tónlistarkonan elskar að gefa aðdáendum vísbendingar um væntanlegt efni frá sér og margir hafa rekið augun í neonskilti í myndbandinu sem á stendur Lover, eða elskhugi. Einhverjir aðdáendur telja því víst að næsta lag á plötunni heiti Lover.

Sú staðreynd að Taylor er í fallegum, bleikum kjól með stóru hjarta framan á í einu atriðinu styður þá kenningu enn frekar.

Alltaf í símanum

Taylor vísar aftur í lagið Look What You Made Me Do, en í því lagi sagði hún að Taylor gæti ekki svarað í símann því hún væri dauð. Í myndbandi við ME svarar hún í símann og telja margir að það þýði að hún sé búin að ná áttum og orðin gamla, góða Taylor á ný.

Kántrílag í bígerð

Þá sést glitta í vegg með fullt af myndum á, en í einum myndarammanum er máluð mynd af kántrísveitinni The Dixie Chicks. Telja einhverjir að þetta þýði að Taylor sé með lag í smíðum með sveitinni og benda einnig á að Taylor klæðist kúrekastígvélum í öðru atriði. Samkvæmt Twitter-síðu The Dixie Chicks kannast hljómsveitarmeðlimir ekki við þetta.

Kúrekastígvélin.

Pastel stútfullt af merkingum

Taylor gengur út um íbúð sína inn í litríkan ævintýraheim, en sumir vilja meina að pastellituð litapallettan tákni nýtt tímabil í lífi Taylor, þar sem hún gengur inn í bjartari tíma úr myrkrinu. Sjö ferðatösku sem umlykja hana tákna plöturnar sem hún hefur gefið út og er sú sem er væntanleg meðtalin.

Þá hafa sumir aðdáendur haldið því fram að litapalletan eigi að tákna hinsegin samfélagið, en Taylor er ötul baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks.

Ofurskálin

Svo er vert að taka fram að Taylor frumsýndi myndbandið á meðan dregið var í NFL-deildinni vestan hafs. Í myndbandinu sést lúðrasveit lyfta Taylor upp í loft og telja margir að þetta tákni að hún muni skemmta í hálfleik Ofurskálarinnar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“