fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ný vending í Madeleine McCann-málinu: Lögreglumenn með nýjan einstakling undir grun

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 4. maí 2019 14:30

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarlögreglumenn sem hafa unnið að því að finna mannræningja Madeleine McCann eru með nýjan einstakling undir grun. Þetta segja portúgalskir fjölmiðlar en nú eru 12 ár liðin frá þessu óhugnanlega mannshvarfi.

Hin þriggja ára Madeleine McCann var í fjölskylduferðalagi á Praia da Luz í Portúgal árið 2007. Madeleine hvarf þegar foreldrar hennar fóru út að borða og skildu hana eftir í íbúð þar sem fjölskyldan hélt sér á meðan fríinu stóð.

Eftir að hafa fengið vísbendingar frá Scotland Yard á lögreglan í Portúgal að hafa verið að skoða ákveðinn erlendan barnaníðing sem var staddur í Portúgal þegar Madeleine hvarf.

Rannsakendur efast verulega um að Madeleine sé enn á lífi þó þeir séu mögulega skrefi nær sannleikanum. Portúgalskir miðlar segja að sá grunaði hafi áður komist í kast við lögin í Portúgal.

Foreldrar MadeleineKate og Gerry sendu skilaboð fyrr í vikunni á vefsíðu sem er tileinkuð leitinni að dóttur þeirra. „Það er komið að þessum tíma árs aftur, eins mikið og við vildum geta spólað fram yfir fyrstu vikurnar í maí, þá er ekkert hægt að gera.“

„Þessir mánuðir og ár hafa liðið hjá mjög hratt, Madeleine verður sextán ára seinna í mánuðinum. Það er ómögulegt að lýsa því hvernig það lætur okkur líða. Þó finnum við fyrir hughreystingu í því að vita að málið er enn þá í rannsókn,“ bættu foreldrar Madeleine við sem segjast aldrei ætla að hætta að leita að dóttur sinni.

Umdeild heimildarmynd frá Netflix varðandi málið birtist fyrr í mánuðinum. Myndin varð til þess að Kate og Gerry fengu fjölda hatursfullra skilaboða en þau neituðu að taka þátt í gerð myndarinnar, þau sögðu myndina mögulega geta hindrað rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?