fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Raðmorðingi handtekinn á Kýpur – Fundu nokkur konulík

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 08:02

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fannst kvenmannslík á skotæfingasvæði hersins á Kýpur. Skammt frá, í vatnsfylltri gryfju, fundust tvær konur frá Filippseyjum myrtar skömmu áður. Sex ára dóttir annarrar hvarf með móður sinni og hefur ekki fundist og er talið að hún hafi verið myrt.

35 ára hermaður hefur verið handtekinn vegna málanna og hefur hann viðurkennt að hafa myrt sjö konur.

Ein kvennanna sem fundust nú í vikunni hvarf í desember 2017, ein í maí á síðasta ári og ein í ágúst.

Kýpverska fréttastofan CNA segir að maðurinn hafi viðurkennt að hafa myrt eina asíska konu til viðbótar auk rúmenskrar konu og dóttur hennar. Samkvæmt heimildum innan lögreglunnar komst maðurinn í samband við konurnar í gegnum stefnumótasíður.

Fjölmiðlar á Kýpur segja að maðurinn sé fyrsti kýpverski raðmorðinginn. Lögreglan á eyjunni hefur beðið bresku lögregluna um aðstoð við rannsókn málsins þar sem hún hafi litla reynslu í að takast á við mál þar sem fórnarlömbin eru mörg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?