fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Aneta var í öðru sambandi þegar hún féll fyrir Hjalta

Ætlaði heim eftir viku en ílentist og lærði íslensku – Hjalti og Aneta: Ást við fyrstu sýn – Halda uppi öflugu íslenskunámi fyrir innflytjendur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kom hingað til að verða barnfóstra hjá íslenskri fjölskyldu – au pair. Þetta var í janúar, það var ofboðslega kalt, allt of mikill vindur, og það var svo dimmt. Mér leist ömurlega á þetta og ætlaði heim eftir viku. En svo ákvað ég að þrauka og klára starfssamninginn við fjölskylduna sem var níu mánuðir,“ segir Aneta Matuszewska, sem kom til Íslands frá Póllandi fyrst árið 2001. Hana óraði ekki fyrir því að 16 árum síðar byggi hún enn á landinu.

Aneta var fljót að ná íslenskunni á þremur árum. Henni bauðst vinna á leikskóla en þar kynntist Aneta ástinni fimm árum eftir að hún flutti til Íslands. Aneta og eiginmaður hennar, Hjalti Ómarsson, hafa verið nánast óaðskiljanlegt allt frá því þau litu hvort annað fyrst augum.

Þannig að þetta var ást við fyrstu sýn?

„Já, hjartað í mér slær örar í hvert skipti sem ég rifja upp þetta augnablik. Þetta var ótrúlegt augnablik.“
„Ég fann þetta líka strax,“ segir Aneta og bætir síðan við hikandi: „Ég var í öðru sambandi á þessum tíma.“
„Þannig að á því augnabliki þegar Aneta leit mig fyrst augum gerði hún sér grein fyrir því að hún var komin í vandræði,“ segir Hjalti.

Upp frá þessu voru Aneta og Hjalti nánast óaðskiljanleg og létu það ekki þvælast fyrir sér að þau unnu ekki á sömu deildinni á leikskólanum. Þau fundu sífellt tilefni til að hittast og ræða saman í vinnunni.
„Aðeins þremur mánuðum síðar var hún flutt inn til mín og um vorið 2007 trúlofuðum við okkur,“ segir Hjalti.

**Í helgarblaði DV er ítarlegt viðtal við Anetu.““

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=sywhCFlVWu4&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum