fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 13:44

Skúli Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi WOW air, fékk lán sín hjá Landsbanka Íslands vegna fjárfestinga í OZ hugbúnaðarfyrirtækinu, afskrifuð sem nemur 514 milljónum króna, á árunum 2003 og 2004.

Stundin greinir frá, en til grundvallar liggja gögn úr Landsbankanum sem innihalda upplýsingar um allar afskriftir bankans á árunum 2003 til 2008.

Fyrst voru 395 milljónir afskrifaðar árið 2003 og 74 milljónir, eftirstöðvarnar, ári síðar.

Á meðan fékk hugbúnaðarfyrirtækið OZ, sem var í eigu Skúla, 45 milljónir afskrifaðar.

Skúli stofnaði flugfélagið WOW air að einhverju leyti með þeim fjármunum sem hann fékk við söluna á OZ. Keypti Skúli OZ af Landsbankanum eftir yfirtöku bankans, afskriftir skulda þess og Skúla persónulega.

Í frétt RÚV frá 2011 var einnig greint frá þessum afskriftum Landsbankans á skuldum Skúla, sem þá voru sagðar 400 milljónir. Þar var greint frá því að ekki hafi komið fram í hvort einhverjar eignir hafi fengist upp í skuld Skúla við Landsbankann.

Skúli seldi Oz til Nokia árið 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu