fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

UPPSKRIFT: Fljótlegur og heilsusamlegur lax í ofni

Bara 10 mínútur á grilli eða í ofni

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lax er og verður alltaf herramanns matur. Hann er fullur af góðum næringarefnum og vítamínum og hver sem er duglegur að borða lax mun hafa gott af. Þó ekki sé nema bara fyrir allt D-vítamínið sem í honum er.

Fyrir fólk sem vill draga úr kjötneyslu er laxinn líka alveg frábær valkostur á grillið en eins og við Íslendingar vitum er hægt að grilla úti allt árið um kring.

Þessi ljúffengi réttur kemur úr smiðju Guðbjargar Finnsdóttur, íþróttakennara hjá G-Fit í Garðabæ. Hann er mjög fljótlegur og því tilvalinn helgarmatur fyrir upptekið fólk sem langar að fá sér eitthvað gott og heilsusamlegt að borða en nota líka helgina til að slaka svolítið vel á og eyða ekki óþarfa tíma í eldamennsku svona rétt eftir áramótin.

Rétturinn inniheldur jafnframt mangósultu eða Mango Chutney, sem er mikið notað með indverskum mat og gefur skemmtilega sætt en um leið kröftugt bragð.

LAXINN

INNHALD

1 stórt laxaflak
1 krukka af góðu Mango Chutney

AÐFERÐ

Laxinn er settur á álpappír, Mango Chutney er smurt ofan á flakið og látið bíða, eða marinerast, í tvo til þrjá klukkutíma. Síðan er laxastykkið grillað í um tíu mínútur á háum hita eða haft í ofni á 210 gráðum í jafn langan tíma.

LÉTT SÓSA

INNHALD

5% sýrður rjómi, ein dós
Steinselja
Vorlaukur
Pipar

AÐFERÐ

Saxið steinselju og vorlauk mjög fínt og hrærið út í sýrða rjómann. Kryddið með grófum pipar og látið standa í svolitla stund, gjarna inni í ísskáp.

Með þessum fljótlega og heilsusamlega rétti er gott að bera fram sætar kartöflur í ofni eða brún hýðishrísgrón, fer eftir smekk. Gott og ferskt salat er líka frábært með sem og ískalt kranavatn með sítrónu eða lime.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs