fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar sækja í fasteignir í Tampa

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem Íslendingar séu í auknum mæli farnir að sækja í fasteignir í Tampa og nágrenni borgarinnar í Flórída. Þó að eftirspurn eftir húsnæði frá útlendingum hafi minnkað um 15 prósent á síðasta ári er ekki það sama hægt að segja um Tampa – og eiga Íslendingar sinn þátt í því.

Fjallað er um málið á vef Tampa Bay Times en þar er rætt við Anne Pallister, fasteignasala hjá Re/Max í Tampa, sem unnið hefur með mörgum Íslendingum í gegnum tíðina.

„Ég er sjálf með tólf íslenska viðskiptavini á mínum snærum. Þetta eru einstaklingar eru annað hvort hættir að vinna eða við það að hætta að vinna,“ segir Anne sem ber Íslendingunum góða söguna. „Þeir eru mjög hjálpsamir og meðvitaðir um samfélagið sitt,“ segir hún.

Íslendingar hafa í gegnum árin sótt í fasteignir í Flórída en þá einkum í og við Orlando. Eftir að Icelandair hóf beint flug til Tampa árið 2016 virðist eftirspurnin hafa aukist eftir fasteignum á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“