fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fókus

La La Land sigurvegari þrátt fyrir slæm mistök

Óskarsverðlaunin voru afhent í 89. skipti á sunnudagskvöld

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 17:30

Óskarsverðlaunin voru afhent í 89. skipti á sunnudagskvöld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin voru afhent í Dolby Theatre í Hollywood á sunnudagskvöld, en þetta var í 89. skipti sem þessi mikla hátíð er haldin. Mikið var um dýrðir á hátíðinni sem þó gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Besta myndin var Moonlight en mistök urðu til þess að nafn La La Land var lesið upp. Aðstandendur La La Land ættu þó að geta vel við unað enda hlaut myndin sex Óskarsverðlaun, þar á meðal fyrir bestu leikstjórnina, bestu leikkonuna í aðalhlutverki og bestu tónlistina. Moonlight vann til þrennra verðlauna á hátíðinni og Manchester by the Sea til tvennra, þar á meðal fékk Casey Affleck verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki.

Justin Timberlake tók lagið á hátíðinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Justin fékk tilnefningu fyrir besta frumsamda lagið, Can't Stop the Feeling í teiknimyndinni Trolls, en verðlaunin fékk lagið City of Stars í myndinni La La Land.
Tók lagið Justin Timberlake tók lagið á hátíðinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Justin fékk tilnefningu fyrir besta frumsamda lagið, Can't Stop the Feeling í teiknimyndinni Trolls, en verðlaunin fékk lagið City of Stars í myndinni La La Land.

Mynd: EPA

Þessi börn fengu að vaka aðeins lengur en jafnaldrar þeirra. Þessi mynd var tekin af kórnemendum Bakats Ter-skólans í Ungverjalandi og fóru þau með veigamikið hlutverk í myndinni Sing sem var tilnefnd sem besta stuttmyndin. Myndinni er leikstýrt af Ungverjanum Kristof Deak og hlaut hún verðlaunin í sínum flokki.
Ósvikin gleði Þessi börn fengu að vaka aðeins lengur en jafnaldrar þeirra. Þessi mynd var tekin af kórnemendum Bakats Ter-skólans í Ungverjalandi og fóru þau með veigamikið hlutverk í myndinni Sing sem var tilnefnd sem besta stuttmyndin. Myndinni er leikstýrt af Ungverjanum Kristof Deak og hlaut hún verðlaunin í sínum flokki.

Mynd: EPA

Vandræðaleg uppákoma varð þegar tilkynnt var um bestu myndina. Mistök urðu til þess að nafn La La Land var lesið upp en verðlaunin áttu að koma í hlut Moonlight. Hér sést kynnirinn Jimmy Kimmel útskýra mistökin.
Ruglingur Vandræðaleg uppákoma varð þegar tilkynnt var um bestu myndina. Mistök urðu til þess að nafn La La Land var lesið upp en verðlaunin áttu að koma í hlut Moonlight. Hér sést kynnirinn Jimmy Kimmel útskýra mistökin.

Mynd: EPA

Hér sjást aðstandendur Moonlight sem valin var besta myndin. Frá vinstri: Jeremy Kleiner, Adele Romanski og leikstjórinn Barry Jenkins.
Mikil viðurkenning Hér sjást aðstandendur Moonlight sem valin var besta myndin. Frá vinstri: Jeremy Kleiner, Adele Romanski og leikstjórinn Barry Jenkins.

Mynd: EPA

Damien Chazelle var valinn besti leikstjórinn en hann leikstýrði sem kunnugt er La La Land. Þess má geta að Chazelle er aðeins 32 ára og er hann yngsti leikstjórinn sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Hann leikstýrði einnig Óskarsverðlaunamyndinni Whiplash árið 2014.
Ungur en góður Damien Chazelle var valinn besti leikstjórinn en hann leikstýrði sem kunnugt er La La Land. Þess má geta að Chazelle er aðeins 32 ára og er hann yngsti leikstjórinn sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Hann leikstýrði einnig Óskarsverðlaunamyndinni Whiplash árið 2014.

Mynd: EPA

Emma Stone þykir sýna stórleik í myndinni La La Land enda hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Þetta eru fyrstu Óskarsverðlaun hennar en hún var tilnefnd fyrir leik í aukahlutverki árið 2015 fyrir myndina Birdman.
Stórleikur Emma Stone þykir sýna stórleik í myndinni La La Land enda hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Þetta eru fyrstu Óskarsverðlaun hennar en hún var tilnefnd fyrir leik í aukahlutverki árið 2015 fyrir myndina Birdman.

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“