fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Útbúinn getnaðarlimur fyrir Alexander Björn úr húð af handlegg: Fyrsta aðgerðin á Íslandi

Auður Ösp
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hlakka til að geta farið í karlaklefann í sundlauginni og verið viss um það sé enginn að stara á mig og hugsa: „Hey, þessi á ekkert að vera hérna!“ segir Alexander Björn Gunnarsson transmaður sem í síðustu viku gekkst undir uppbyggingu á getnaðarlim, en aðgerðin er sú fyrsta sér á landi þar sem notast er við húð af handlegg í þeim tilgangi.

Alexander, sem er 28 ára nemi í félagsráðgjöf, kom út úr skápnum sem transmaður fyrir tveimur árum, þá 26 ára gamall. Ekki leið á löngu þar til hann leitaði til teymi Landspítalans sem sér um kynleiðréttingar, en það var í september 2015.

„Ég myndi segja að stærsti hluti ævi minnar hafi verið aðdragandinn að þessu ferli. Það tekur langan tíma að átta sig á því hversu sterkar tilfinningarnar eru og hvað maður vilji gera í því. Á einhverjum tímapunkti hætti það að vera nóg fyrir að mig að ganga í karlmannsfötum. Það þurfa ekki allir sem eru trans að fara í gegnum allt þetta ferli til að líða vel með sig, en í mínu tilviki var það þannig,“ segir hann í samtali við blaðamann. „Í janúar í fyrra fór ég svo í brjóstnám og þá voru geirvörturnar líka teknar og minnkaðar og settar á „karlmannlegan“ stað. Ég hafði þar á undan gengist undir hormónameðferð í rúmlega ár.“

Í desember síðastliðnum gekkst Alexander síðan undir aðgerð þar sem legið var fjarlægt ásamt eggjastokkum og eggjaleiðurnum. Hann er því ennþá með leggöng en hægt er að loka fyrir þau með aðstoð sérfræðings sem yrði þá kallaður til landsins. Hann segir uppbyggingu á getnaðarlim hafa verið næsta skref í ferlinu.

Eftir aðgerð árið 2016. Ljósmynd/Úr einkasafni.
Eftir aðgerð árið 2016. Ljósmynd/Úr einkasafni.

„Það var eftir að ég hafi lesið mér mjög vel til um þetta, meðal annars reynslusögur annarra stráka sem ég fann á netinu. Ég sá í raun ekki ástæðu til þess að bíða með þetta, ég vissi að þetta var eitthvað sem ég þyrfti að gera,“ segir hann og bætir við að hann hafi notið góðs stuðnings frá unnustu sinni og fjölskyldu.

Ekkert mál að pissa sitjandi

„Í fyrra var sambærileg aðgerð gerð hér á landi en í þeirri aðgerð var tekin flipi úr lærinu. Í minni aðgerð var hins vegar tekin mjög stór flipi úr höndinni, ásamt æðum og taugum. Síðan er gerð nokkurs konar rúlla úr húðstykkinu og komið fyrir á milli fótanna, þar sem það tengt við æðarnar og taugarnar, meðal annars þær taugar sem stýra skynjun og tilfinningu,“ segir Alexander þegar hann er beðinn um að lýsa aðgerðinni sem hann gekkst undir í síðustu viku en notast var við húð af læri hans við ígræðslu á höndinni. Aðgerðin tók átta klukkustundir. „Mér skilst að hún hafi gengið mjög vel. Það er víst einhver hætta á að það verði ekki nógu mikið blóðflæði í liminn en það virðist vera allt í góðu lagi.“

Alexander mun þó fyrst um sinn ekki geta notað liminn til náttúrulega þarfa, líkt og að hafa þvaglát eða stunda samfarir. „Til að geta pissað með limnum hefði ég þurft að láta lengja þvagrásina en þá er hætta á ýmsum aukaverkunum og veseni þannig að ég ákvað sleppa því. Það skiptir mig hvort sem er engu máli þó ég þurfi að pissa sitjandi,“ segir hann og bætir við að til að geta náð reisn með nýja limnum þurfi hann síðar meir að gangast undir ígræðslu á sérstökum búnaði.

Alexander reiknar með að þurfa að gangast undir fleiri aðgerðir áður en hægt er að binda enda á ferlið. „Í raun og veru var bara verið að búa til typpið núna,“ segir hann og bætir við að eins og er sé limurinn bara upp á útlitið.

Ljósmynd/Villiljós Visual Art.
Ljósmynd/Villiljós Visual Art.

Hver upplifun er einstök

Hann er opinn með reynslu sína og finnst það ekki tiltökumál að veita öðrum innsýn inn í það ferli sem hann hefur gengið í gegnum undanfarin ár. Honum finnst gott að geta veitt öðrum í þessum sporum hvatningu og stuðning. Hann leggur þó áherslu á að hver upplifun er einstök og hvetur fólk til að sýna nærgætni. Sumt forvitið fólk eigi það til að vera full ágengt í spurningum sínum til transfólks.

„Þó svo að ég sé opinskár með þetta allt saman, þá þýðir það ekki að allir sem ganga í gegnum þetta séu þannig. Það er ekki allir til í að svara spurningum annarra um kynfærin á sér. Með því að vera svona opinn um þetta þá er ég auðvitað að gefa fólki ákveðið leyfi til að spyrja mig að hinu og þessu. En ég vona það muni hjálpa einhverjum þarna úti.“

Notast við nýja tækni

Í samtali við Gay Iceland segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir að það færist sífellt í aukana að notast við húð af öðrum líkamshlutum þegar kemur að uppbyggingu á getnaðarlim, en undanfarin ár hefur yfirleitt verið notast við húð úr nára viðkomandi. Húð af handlegg hefur þann kost að vera meðfærilegri.

Þá segir Hannes jafnframt að búnaður sem ætlaður er getulausum karlmönnum henti ekki fyrir trans menn sem hafa gengist undir aðgerð af þessu tagi, en undanfarið hafi verið gerðar prófanir á sérstökum búnaði frá Sviss sem er sérhannaður fyrir þá einstaklinga. „Þetta þýðir að Ísland yrði eitt af fyrstu löndunum í heiminum til að notast við þennan nýja búnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun