fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Óskar Hrafn gaf engan afslátt: Stelpurnar gerðu í brækurnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum blaðamaður breytti umfjöllun um íslenskar íþróttir að miklu leyti. Það fór að kveða við nýjan tón, þegar Óskar tók til starfa. Óskar hafði átt ágætis feril sem leikmaður í fóbolta, en hætti snemma. Hann snéri sér að blaðamennsku og var óhræddur við að hjóla í alla.

Óskar er í dag þjálfari Breiðabliks en hann tók við starfinu síðasta haust eftir magnað starf hjá Gróttu.

Hér að neðan er samantekt um nokkrar af hörðustu greinum Óskars.


Marel Baldvinsson tekinn af lífi – Maí árið 2004:
Það mætti halda að það væri verulegur skortur á framherjum á íslandl. Það er í það minnsta eina
rökrétta skýringin sem ég get fundið á því að Marel Baldvinsson skuli vera og aftur vera valinn í íslenska
landsliðið í knattspyrnu. Asgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu landsliðshóp sinn fyrir Manchester-mótið í Englandi á mánudaginn og þrátt fyrir að Marel hafi verið lélegasti maður vallarins í tveimur síðustu vináttulandsleikjum, gegn Albönum og Lettum, þá kom það ekki í veg fyrir að hann væri valinn í landsliðið á nýjan leik.


Kvennalandsliðið – Nóvember 2004
Að tapa 7-2 fyrir Noregi getur varla talist ásættanlegt fyrir íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Að tapa með slíkum mun í mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi er ömurlegt og óhætt er að segja að íslensku stúlkurnar hafi brugðist þegar mest á reyndi. íslenska liðið var eins og lamb leitt til norskrar slátrunar og hafi einhver trúað því að íslensku stúlkurnar ættu möguleika gegn einu af bestu liðum Evrópu þá voru þeir hinir sömu leiddir í allan sannleika um annað í Egilshöllinni á miðvikudagskvöldið

Vildi rekja Eyjólf – Október 2006
Eggert Magnússon að taka sér smáfri frá hugleiðingum um kaup á ensku úrvalsdeildarfélagi og stokka upp spilin hjá landsliðinu. Við höfum haft þrjá þjálfara, Atla, Ásgeir og Eyjólf, sem koma allir úr sömu áttinni. Þeir voru leikmenn í Þýskalandi, spiluðu með landsliðinu, eru allir sómamenn og gerðust laudsliðsþ jálfarar tiltölulega stuttu eftir að þjálfaraferill þeirra hófst. Atli og Ásgeir hrökkluðusf úr starfl og ekkert bendir til annars en að svipað verði upp á teningnum með Eyjólf. Eggert og KSÍ ættu að taka ómakið af Eyjólfi og finna nýjan landsliðsþjálfara.

Fram endastöð – Júlí 2004
Það er reyndar merkilegt að skoða það að margir leikmenn hafa nánast dáið sem knattspyrnumenn í herbúðum Fram til þess eins að ganga í endurnýjun lífdaga um leið og þeir eru komnir út fyrir póstnúmer 108. Hilmar Björnsson, Sigurvin Ólafsson, Valur Fannar Gíslason og Þorbjörn Atli Sveinsson eru lifandi dæmi þess að vera komnir að fótum fram hjá Fram en rísa upp á öðrum stöðum

Afsakanir Atla – Mars 2003
Atli hefur itrekað verið spurður um ástæðm- þess af hverju hann hafi ekki valið Guðna í landsliðið á þessum rúmu þremur árum sem hann hefur stýrt því og afsakanir hans eru margar og æði misjafnar og það væri að æra óstóðugan með því að fara að telja þær allar upp hér – ég held að mér endist ekki plássið til þess.

Félögin fengu á baukinn – Mars 2003
Það sem fyrst þarf að hafa í huga er hvort leikmaðurinn á að baki dvöl hjá einhverju frægu liði úti 1 heimi. Það skiptir litlu sem engu máli hvort það var fyrir einu ári eða fimmtán – leikmaðurinn á sér sögu. Þó er rétt að geta þess að menn, með fortíð í frægum felögum, eru oft á tíðum í frjálsu falli getulega séð þegar þeir eru farnir að íhuga rækilega að koma til íslands og spila.

Timburmenn KR-inga – September 2003:
KR-ingar eru íslandsmeistarar og venju samkvæmt fyllilega verðskuldað. Það eru þó staðreynd í dag að enginn man eftír íslandsrneistaratitlinum. Slæleg frammistaða íslandsmeistaranna í síðustu leikjum mótsins hefur stolið senunni. Þeir þjást af einhverjum þeim alverstu tímburmönnum sem um getur í sögunni og það sorglegasta var að leikmenn liðsins virtust lítínn sem engan áhuga hafa á því að hysja upp sig brækumar.

Geir KSÍ meiri kröfur til kvennalandsliðsins
Það er kannski ekki furða að einhverjir spyrji sig þessarar spurningar eftir að Knattspyrnusamband Íslands vildi ekki framlengja samninginn við Helenu Ólafsdóttur, þjálfara kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Helenu var tjáð að ástæðurnar hefðu verið þær að hún hefði misst virðingu leikmanna auk þess sem árangur á heimavelli hefði verið slakur á árinu. Það er auðvitað gott og blessað að hafa metnað fyrir hönd kvennalandsliðsins í knattspyrnu og ber að hrósa forystu KSÍ fyrir það en það skýtur skökku við að Helena skuli vera látin gjalda fyrir „lélegt“ gengi kvennalandsliðsins á meðan Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson sitja sem fastast sem þjálfarar karlalandsliðsins þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn leik af níu á árinu og hrapað um 32 sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins það sem af er árinu, nokkuð sem engin önnur þjóð í heiminum getur státað af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool
433Sport
Í gær

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri