fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Líkir tapinu við hörmungarnar í Sviss: ,,Uppskeran hjá Hamren ekki góð“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2019 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið fékk skell þegar það heimsótti Frakkland í undankeppni EM á mánudag. Liðið tapaði 4-0.

Frakkar voru með 1-0 forystu þangað til rúmar tuttugu mínútur voru eftir, þá brotnaði íslenska liðið.

,,Stiga­söfn­un ís­lenska fót­bolta­landsliðsins eft­ir tvo fyrstu leik­ina í undan­keppni EM er eft­ir bók­inni. Svo­kallaður skyld­u­sig­ur vannst gegn Andorra og fyr­ir­séð tap gegn heims­meist­ur­um Frakka leit dags­ins ljós í fyrra­kvöld,“ skrifar Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður Morgunblaðsins í bakverði dagsins í blaðinu.

Guðmundur líkir leiknum við hörmungarnar í Sviss þegar Ísland tapaði 6-0, síðasta haust.

,,Strák­arn­ir gerðu það sem þeir þurftu að gera á móti Andorra en spila­mennsk­an á móti Frökk­un­um olli mér mikl­um von­brigðum. Leik­ur liðsins var virki­lega dap­ur frá a til ö. Vissu­lega var and­stæðing­ur­inn ógn­ar­sterk­ur en liðið okk­ar var sund­ur­spilað lung­ann úr leikn­um og frammistaðan í lík­ingu við skell­inn sem liðið fékk í fyrsta leikn­um und­ir stjórn Erik Hamrén á móti Sviss.“

,,Hamrén veðjaði á þriggja miðvarða kerfið í leikn­um á móti Frökk­un­um og það verður að segj­ast eins og er að það gekk eng­an veg­inn upp. Kári, Ragn­ar og Sverr­ir náðu sjald­an að slá í takt og í þau fáu skipti sem ís­lenska liðið var með bolt­ann var það fljótt að tapa hon­um.“

Guðmundi finnst áran yfir landsliðinu ekki nógu góð og hefur áhyggjur af stöðunni hjá Erik Hamren.

,,Upp­skera landsliðsins í tíu leikj­um und­ir stjórn Hamrén hef­ur ekki verið góð. Liðið hef­ur aðeins unnið einn leik, skorað 9 mörk en fengið á sig 23. Áran yfir liðinu hef­ur ekk­ert verið sér­lega góð eft­ir HM í Rússlandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nú ljóst hver tekur við af Moyes

Nú ljóst hver tekur við af Moyes
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að ræða við forseta félagsins – Vill ekki senda Messinho til Englands

Ætlar að ræða við forseta félagsins – Vill ekki senda Messinho til Englands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Getur gleymt því að spila á EM – Hörmuleg frammistaða og er nú meiddur

Getur gleymt því að spila á EM – Hörmuleg frammistaða og er nú meiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Nunez á bekknum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Nunez á bekknum
433Sport
Í gær

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“