fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Rústaði 40 milljóna króna Lamborghini – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur borgað sig að fara varlega í umferðinni og kannski sérstaklega þegar ekið er um þröngar götur á rándýrum lúxusbílum. Þessu fékk ökumaður í Lundúnum að kynnast á dögunum þegar hann sýndi áhugasömum vegfarendum „listir“ sýnar.

Maðurinn var á Lamborghini-bifreið af tegundinni Huracán Performante þegar hann ákvað að gefa aðeins í. Bifreiðar af þessari gerð eru langt því frá ókeypis, kosta um 250 þúsund pund sem jafngildir um 40 milljónum íslenskra króna.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Mail Online birti, missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór í tré og endaði á vegg. Talsverðar skemmdir urðu á bílnum en sem betur fer slapp ökumaðurinn ómeiddur frá þessum ósköpum. Bifreiðin var óökufær á eftir og var flutt burt með kranabifreið.

Atvikið átti sér stað á HR Owen Supercar-hátíðinni sem haldin var í Acton í gær. Þar koma eigendur lúxusbíla saman og sýna bíla sína.

Þessi bifreið er ein sú hraðskreiðasta í heiminum en hún er aðeins 2,9 sekúndur að komast upp í hundrað kílómetra hraða og 8,9 sekúndur í 200.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?