fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Matur

Ómótstæðilegir ostabitar: Fullkomnir yfir leiknum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 16:30

Girnilegt!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á þessa æðislegu ostabita á vefsíðunni Baking Beauty og urðum að deila þeim með landsmönnum fyrst það er landsleikur í kvöld.

Ómótstæðilegir ostabitar

Hráefni:

4 bollar rifinn ostur
2-3 jalapeno pipar, skornir í litla bita
½ bolli hveiti
1 egg
1 bolli mjólk
1½ bolli brauðraspur
1 tsk. cayenne pipar
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. hvítlaukskrydd
olía

Dásamlegir yfir sjónvarpinu.

Aðferð:

Blandið osti og jalapeno saman í skál. Búið til litlar kúlur úr blöndunni, raðið á smjörpappírsklæddan bakka og frystið í 30 til 60 mínútur. Hitið olíu í djúpum, litlum potti þar til hún er brennandi heit. Blandið brauðraspi og kryddum saman í skál. Þeytið egg með mjólk í annarri skál og setjið hveitið í þriðju skálina. Veltið ostakúlunum upp úr hveitinu, síðan upp úr eggjablöndunni og loks brauðraspinum. Steikið kúlurnar í 3 til 4 mínútur. Leggið til þerris á pappírsþurrku og berið svo fram.

Ljúffengt snarl.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“