fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Styrmir segir klofningskenningar „andstæðinga Sjálfstæðisflokksins“ vera óskhyggju

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. mars 2019 17:00

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan hefur fjallað um pistil Styrmis Gunnarssonar frá því í gær, þar sem hann taldi ekki ólíklegt að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykktu frumvarp um þriðja orkupakkann, misstu þeir traust flokksmanna, sem leiða myndi til fylgistaps í prófkjörum og stofnun sjálfstæðisfélags um fullveldi Íslands á næsta landsfundi.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, fór mikinn vegna pistils Styrmis og sagði að ekki væri hægt að skilja orð hans öðruvísi en að Styrmir „hóti með sveitum sínum að berjast með virkum hætti gegn sínum gamla flokki í næstu þingkosningum drepi hann ekki þriðja orkupakkann.“

Össur segir þetta útspil Styrmis gagnvart sínum gamla flokki vera „ótrúverðugt“ og gengur svo langt að segja að Styrmir sé hluti af hinu „ógeðslega“ samfélagi sem hann sjálfur hafi lýst, sem og hinu alræmda „djúpríki“. Sagði Össur að Styrmir væri í uppgjöri gagnvart sjálfum sér.

Einn stór misskilningur

Styrmir segir að um misskilning sé að ræða, að stofnun sjálfstæðisfélags um fullveldi landsins leiði til klofnings:

„Það er misskilningur, sem sjá má á sumum netmiðlum, að hugleiðingar hér á þessum vettvangi um stofnun sérstaks sjálfstæðisfélags um fullveldi Íslands feli í sér hvatningu um klofning Sjálfstæðisflokksins. Því fer víðs fjarri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur og þar er að sjálfsögðu að finna margvísleg sjónarmið og afstöðu til mála. Þannig hefur það alltaf verið. Í skipulagsreglum flokksins er að finna ákvæði, sem gerir mögulegt að stofna sjálfstæðisfélög um einstök málefni en slík félagsstofnun þarf samþykki miðstjórnar og kjördæmisráðs.“

Óskhyggja andstæðinga

Hann segir allt slíkt tal um klofning vera óskhyggju andstæðinga Sjálfstæðisflokksins:

„Hugmyndir um slíka félagsstofnun komu fram fyrir allmörgum árum, þegar baráttan gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu stóð sem hæst.  Nú þegar stefnir í að ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins beiti sér fyrir samþykki orkupakka 3, sem mikil andstaða er gegn innan flokksins er ósköp eðlilegt að slíkar hugmyndir vakni á ný. Hugmyndir andstæðinga flokksins um klofning af þeim sökum eru óskhyggja. Það er hægt að takast á um málefni innan flokka án þess að slík átök leiði til klofnings.“

Þess má geta að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?