fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nathan Smith var viðstaddur voðaverkið í Christchurch á Nýja-Sjálandi þegar ástralski hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant skaut 50 manns til bana í moskum í borginni.

Smith, sem er breskur snerist til Íslamstrúar fyrir 13 árum eftir að hann flutti til Nýja-Sjálands. Hann var inni í Al Noor-moskunni þegar Brenton skaut á fólk þar innan dyra. Smith, sem er þriggja barna faðir, segir að allir hans bestu vinir hafi dáið í árásinni.

Í samtali við BBC lýsti Smith þessari skelfilegu atburðarás. Hann segir að í fyrstu hafi hann talið að skothvellirnir væru flugeldar að springa eða að hugsanlega væri eitthvað að rafkerfi moskunnar.

„En svo urðu hvellirnir sífellt hærri og hærri. Rúður brotnuðu og ég sá fólk detta fram fyrir sig. Sumir stóðu aftur upp en duttu jafnharðan.“ Tarrant var handtekinn eftir voðaverkið en alls létust 50 manns auk þess sem tugir særðust, sumir alvarlega.

„50 manns látnir. Fólk lá látið ofan á hvort öðru. Ég get ekki útskýrt hvernig ég komst undan. Ég bara veit það ekki. Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu,“ segir hann.

Smith tókst að komast út úr moskunni í gegnum bakdyr. Þaðan stökk hann yfir vegg áður en hann komst inn í bifreið sína sem var í stæði við moskuna. Þegar hann var að hlaupa út í bíl sá hann unga konu liggjandi á gangstéttinni.

„Ég vissi ekki hvað hún hét eða hvaðan hún var,“ segir Smith en unga konan hafði verið skotin af Brenton áður en hann hélt inn í moskuna. „Ég hélt í höndina á henni, reyndi að strjúka henni en hún var látin,“ sagði Smith kjökrandi í viðtalinu.

Smith á erfitt með að átta sig á hvaða hugsun liggur að baki voðaverki sem þessu. Sama hvernig fólk klæðist, hverju það trúir eða hvaða mat það borðar þá séu allar manneskjur eins. Þeir einstaklingar sem voru drepnir í moskunni í Christchurch hafi verið góðir einstaklingar sem hafi hlegið, grátið og upplifað góðar og slæmar stundir í lífinu – eins og allir aðrir.

Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni