fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Starfsemi og áherslusvið UNESCO eru fjölbreytt og eru málefnaáherslur Íslands þar af leiðandi með breiðri skírskotun ásamt því að flétta inn áherslur á sviði tungumála, menningar- og náttúruarfs. Þá verður framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, jafnrétti, virk þátttaka ungmenna og aðgengi allra að menntun rauður þráður í áherslum Íslands. Þá er unnið að því að efla þátttöku og sýnileika Íslands á vettvangi UNESCO og meðal annars í því skyni hefur Ísland tekið að sér formennsku í ríkjahópi 1 hjá UNESCO (vestræn ríki og Norður Ameríka) fyrir árið 2019. Áherslur UNESCO samræmast enn fremur markmiðum Íslands í þróunarsamvinnu og í ljósi þess er unnið að því að Ísland styðji þróunarsamvinnuverkefni UNESCO á næstu árum.

Kosningateymi framboðsins, skipað fulltrúum forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis auk kosningastjóra framboðsins, hefur unnið málefnaáherslurnar og fyrirhugað er að framboð Íslands og málefnaáherslur verði kynntar með viðeigandi hætti á aðalráðstefnu UNESCO sem haldin verður í nóvember á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu