fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Bjarni: „Ríkisstjórnin stýrir ekki hamingju einstaklinga“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Of margir upplifa vanlíðan. Kvíði og og þunglyndi þjaka marga og því miður ekki síst unga fólkið okkar. Það er ekki léttvægt i huga unglings þegar hann finnur til depurðar vegna þess að viðbrögðin við því sem hann setur inn á samfélagsmiðla standa ekki undir væntingum. Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum að hjálpa börnunum okkar að átt sig á,“ sagði Bjarni Benediktsson í upphafi stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld. Hann segir jafnvægi í þjóðfélaginu ekki snúast eingöngu um ytri gæði og að Íslendingar gætu gert miklu betur til að láta sér líða vel. Ríkisstjórnin stýri ekki hamingju einstaklinga en hins vegar hafi aðgerðir hennar áhrif á siglingu þjóðarskútunnar.

Bjarni sagði heilbrigðismálin verða sett í forgang og að Íslendingar séu betur í stakk búnir en aðrar þjóðir til að takast á við þann vanda sem er fjárskortur í heilbrigðiskerfinu. Landsframleiðsla væri há í alþjóðlegum samanburði.

„Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif.“

Hann sagði ríkisstjórnin ætla að auðvelda innflytjendum að vera fullvirkir þátttakendur í íslensku samfélagi, og vinna að því að ein­stak­ling­ar með fötl­un geti sjálf­ir stýrt þeirri þjón­ustu sem þeir fá. Fólk yrði stutt til sjálfshjálpar, meðal ananrs með starfsgetumati.

Þá sagði Bjarni endurskoða þurfi peningastefnuna og sambandið við vinnumarkaðinn. Tvöfalda þurfi verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum, Það verðu þó ekki gert með því að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang, heldur með því að leggja áherslu á aukan verðmætasköpun.

„Við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni og bætti við að til þess þyrfti að bæta menntun og efla skólastig, sem ríkistjórnin hyggist gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“