fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fókus

Mike Tyson kennir foreldrum fórnarlamba Jackson um: „Michael var þekktur fyrir þetta“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 17:00

Mike talar hreint út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boxarinn Mike Tyson tjáir sig um heimildarmyndina Leaving Neverland í hlaðvarpsþættinum I Am Rapaport. Segir hann til að mynda að hann myndi aldrei leyfa yngsta barni sínu að gista hjá manni eins og Michael Jackson.

„Michael var þekktur fyrir þetta,“ segir boxarinn og vísar í sögur James Safechuck og Wade Robson í heimildarmyndinni að poppkóngurinn hafi misnotað þá þegar þeir voru börn. „Ég á átta ára gamalt barn og myndi aldrei leyfa Michael að hanga með barninu mínu. Ég myndi ekki leyfa barninu mínu að fara heim til Michael. Ég elska Michael. En þið vitið hvað ég meina?“ bætir boxarinn við.

Sjá einnig: LaToya Jackson var sannfærð um að bróðir sinn væri barnaníðingur: „Ég elska bróður minn en þetta er rangt“.

Clint Eastwood, Michael Jackson og Mike Tyson.

Mike og Michael voru góðir vinir og heimsótti boxarinn oft búgarðinn Neverland. Mike var dæmdur fyrir nauðgun árið 1992 og sat inni í þrjú ár og skilur af hverju foreldrar leyfa börnum sínum ekki að eyða tíma með sér.

„Það er eins og sumir segja: Sko, þú ert Mike Tyson. Ég leyfi ekki dóttur minni að vera í kringum þig því þú sast í fangelsi fyrir nauðgun,“ segir boxarinn í hlaðvarpsþættinum. „Ég virði það, ég skil það. Það er galið en ég skil það því ég myndi gera slíkt hið sama.“

Þá kennir boxarinn foreldrum þeirra James og Wade einnig um og segir að „þeir þurfi líka að bera ábyrgð á þessu kjaftæði.“

Þá telur hann ákvörðun James og Wade að stíga fram núna og segja sína sögu vera ranga.

„Það sem þið eruð að gera núna er rangt. Að tala um þessa hluti núna. Það er eins og þessir gaukar séu aðeins á höttunum eftir peningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 3 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já