fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Ótrúleg tilviljun í Bjarnabúð: „Svona er heimurinn skemmtilegur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtileg en ótrúleg tilviljun átti sér stað í Bjarnabúð í Bolungarvík. Þann 29. desember síðastliðinn kom ung kona, Li, í búðina til að versla inn fyrir áramótin. Þar hitti hún verslunareigandann, Stefaníu Birgisdóttur. Konurnar höfðu aldrei hist áður en tengjast á óbeinan hátt, líkt og fram kemur á Pressunni.

Stefanía segir:

„Við fengum ótrúlega skemmtilegan gest í Bjarnabúð í dag en það var hún Li frá Kína. Eftir smá spjall kom í ljós að Li er á fjórða ári við konunglega listaháskólann í Amsterdam. Þar er einmitt yngsti sonur okkar Olgeirs við nám og á fjórða ári, líkt og Li.“

Og ef þessi heimsókn var ekki nógu tilviljanakennd fyrir, að hitta foreldra samnemanda yst við Ísafjarðardjúp á Vestfjörðum, þá kom í ljós að Li og yngsti sonur hjónanna býr í sömu stúdentablokkinni í Amsterdam.

„Li var jafn hissa á þessu og við, en hún átti allra síst von á því að finna foreldra samnemanda síns í Bjarnabúð í Bolungarvík,“ segir Stefanía og bætir við að lokum: „Svona er heimurinn nú lítill, en jafnframt svo skemmtilegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni