fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Vísindamönnum er brugðið – Áttu ekki von á þessu á Grænlandsjökli að vetrarlagi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 11:45

Sleðahundar á Grænlandi. Mynd/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á Grænlandsjökli hefur leitt í ljós að þar rignir mikið, meira en talið var og það á veturna. Rigning verður sífellt algengari á Grænlandi en það þýðir að ísinn bráðnar hraðar. Þetta er niðurstaða rannsóknarinnar.

BBC hefur eftir vísindamönnunum, sem gerðu rannsóknina, að þeir séu hissa á að það rigni jafnvel á jöklinum á hinum löngu heimskautavetrum.

Það er áhyggjuefni því Grænlandsjökull inniheldur svo mikið frosið vatn að ef hann bráðnar allur mun yfirborð sjávar hækka um sjö metra.

Rannsóknin var nýlega birt í vísindaritinu The Cryosphere. Fram kemur að vísindamennirnir notuðu gervihnattamyndir til að finna staði þar sem jökullinn bráðar. Þeir notuðu einnig gögn frá 20 sjálfvirkum veðurstöðvum sem skrá magn úrkomu sem fellur á jökulinn.

Fram kemur að 1979 hafi verið tveir tímapunktar þar sem rigndi að vetrarlagi. 2012 gerðist það 12 sinnum. Frá 1979 til 2012 varð bráðnun á jöklinum af völdum rigningar í um 300 skipti. Í flestum tilfellum var það að sumarlag þegar hitastig var yfir frostmarki. En eftir því sem árin liðu hefur þetta aukist á veturna þegar ætla má að heimskautamyrkrið héldi hitastiginu undir frostmarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lést í Bláa lóninu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 2 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis