fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Vísindamönnum er brugðið – Áttu ekki von á þessu á Grænlandsjökli að vetrarlagi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 11:45

Sleðahundar á Grænlandi. Mynd/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á Grænlandsjökli hefur leitt í ljós að þar rignir mikið, meira en talið var og það á veturna. Rigning verður sífellt algengari á Grænlandi en það þýðir að ísinn bráðnar hraðar. Þetta er niðurstaða rannsóknarinnar.

BBC hefur eftir vísindamönnunum, sem gerðu rannsóknina, að þeir séu hissa á að það rigni jafnvel á jöklinum á hinum löngu heimskautavetrum.

Það er áhyggjuefni því Grænlandsjökull inniheldur svo mikið frosið vatn að ef hann bráðnar allur mun yfirborð sjávar hækka um sjö metra.

Rannsóknin var nýlega birt í vísindaritinu The Cryosphere. Fram kemur að vísindamennirnir notuðu gervihnattamyndir til að finna staði þar sem jökullinn bráðar. Þeir notuðu einnig gögn frá 20 sjálfvirkum veðurstöðvum sem skrá magn úrkomu sem fellur á jökulinn.

Fram kemur að 1979 hafi verið tveir tímapunktar þar sem rigndi að vetrarlagi. 2012 gerðist það 12 sinnum. Frá 1979 til 2012 varð bráðnun á jöklinum af völdum rigningar í um 300 skipti. Í flestum tilfellum var það að sumarlag þegar hitastig var yfir frostmarki. En eftir því sem árin liðu hefur þetta aukist á veturna þegar ætla má að heimskautamyrkrið héldi hitastiginu undir frostmarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar