Athafnamaðurinn Magnús Scheving bað unnustu sinnar Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur á eftirminnilegan hátt á nýárskvöld. Þegar Magnús skellti sér á skeljarnar mátti heyra Hreim Heimisson syngja hina víðfrægu ballöðu My Heart Will Go On úr kvikmyndinni Titanic en meðfylgjandi myndband náðist af bónorðinu.
Magnús og Hrefna Björk hafa verið par síðan í apríl 2014 en þau störfuðu á sínum tíma saman í Latabæ þar sem Hrefna kom að framleiðslu. Þau eru í dag eigendur veitingastaðarins ROK þar sem bónorðið átti sér einmitt stað.
Það er Ýr Þrastardóttir, fatahönnuður sem deilir myndbandi af bónorðinu á facebooksíðu sinni en Magnús mun hafa borið upp spurninguna sjálfa nokkrum sekúndum eftir að myndbandinu lýkur.