fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Svikahrappar reyna að nýta sér ránið á Anne-Elisabeth

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 22:30

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir hvarf Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í lok október á síðasta ári hafa svikahrappar plagað lögregluna og fjölskyldu hennar. Anne-Elisabeth var rænt af heimili sínu í útjaðri Osló og síðan hefur ekkert heyrst frá henni og ekki er vitað hvort hún er lífs eða liðin.

Svikahrappar hafa reynt að fá lausnargjald greitt allt frá því að málið komst í hámæli í janúar. Þá kom fram að mannræningjarnir hefðu krafist 9 milljóna evra í lausnargjald og á að greiða það í rafmynt.

VG segir að til dæmis hafi svikahrappar sent tölvupóst, úr dulkóðuðu netfangi, til netmiðilsins Medier24 fyrir um hálfum mánuði. Í póstinu nefna þeir Hagen-fjölskylduna, lögmann hennar og Tommy Brøske sem stýrir rannsókn lögreglunnar. Því næst segja þeir að þeir muni sanna að Anne-Elisabeth sé á lífi með því að senda myndband af henni en fyrst verði að greiða þeim sem nemur um 18 milljónum íslenskra króna í rafmynt.

Pósturinn er á ensku og undirritaður með búlgörsku nafni. VG segir að sami sendandi hafi áður reynt að komast í samband við Hagen-fjölskylduna.

Lögreglan segir að fleiri svikahrappar hafi látið að sér kveða að undanförnu með álíka hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið