fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Guðmundur Spartakus mætti loks sjálfur í dómsal

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag í Landsrétti er tekið fyrir meiðyrðamál Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni. Áður hafði Atli Már verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Nú er Guðmundur sjálfur loks mættur fyrir dóm, en hingað til hefur hann látið lögmenn sína eina um það fyrir sig.

Sjá einnig: Atli Már lagði Guðmund Spartakus: „Sannleikurinn og réttlætið sigraði í dag“

Málið varðar þrjátíu ummæli sem Atli Már lét falla, bæði á Stundinni og í öðrum fjölmiðlum, um meinta aðild Guðmundar Spartakusar að hvarfi Friðriks Kristjánssonar, en Friðrik hvarf sporlaust árið 2013 í Paragvæ. Meðal umræddra ummæla voru til dæmis eftirfarandi:

„Hann sá afskorið höfuð í pokanum. Höfuð sem líktist Friðriki. Illa farið höfuð sem blóðið draup enn úr. Sundurskorið andlit, með brotinn kjálka og annað augað hékk út úr hauskúpunni.“

Sjá einnig: Mannshvarf Íslendings í Paragvæ: Faðir Guðmundar heyrði í honum á Skype 

„… að Guðmundur væri umfangsmikill eiturlyfjasmyglari sem notaðist við fölsk skilríki og þóttist vera þýskur fasteignasali.“

„Um hvarf Friðriks verður þó ekki skrifað án þess að minnast á nafn Guðmundar Spartakusar …“

Sjá einnig: Meiðyrðamál Guðmundsar Spartakus mun kosta Atla milljón

Mikið af ummælunum fjölluðu um ónefndan mann, en Guðmundur heldur fram að fréttaflutningi hafi verið hagað með þeim hætti að fyllilega væri gefið til kynna að hann væri þessi ónefndi maður. Guðmundur telur að kærð ummæli feli í sér alvarlegar aðdróttanir sem vegi að heiðri hans og æru en í þeim sé hann vændur um alvarleg hegningarlagabrot, þeirra á meðal hrottalegt morð og stórfelld fíkniefnalagabrot.

Sjá einnig: Dularfullt hvarf Friðriks vindur upp á sig: Hvar er Guðmundur Sartakus?

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði því að ljóst væri að Atli Már væri að tala um Guðmund þegar hann fjallaði um ónefndan mann, enda neitaði Atli Már að svo væri.  Dómari taldi að í ljósi þess hlutverks fjölmiðla, að veita almenningi upplýsingar, væri eðlilegt að fjallað væri um alvarlegt mál líkt og hvarf Friðriks. Atli Már hefði ekki tekið afstöðu til sannleiksgildi fréttanna en vísaði til heimildarmanna sinna, og auk þess byggði hluti umfjöllunnar hans á fréttaflutningi annarra fjölmiðla.  Því þótti ekki sannað að Atli Már hafi gerst sekur um meiðyrði gagnvart Guðmundi Spartakusi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rúmri milljón fátækari eftir að hafa sparkað í höfuð liggjandi manns

Rúmri milljón fátækari eftir að hafa sparkað í höfuð liggjandi manns
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur spældur og krefst svara frá olíufélögunum – „Þetta eru ekkert annað en svik“

Vilhjálmur spældur og krefst svara frá olíufélögunum – „Þetta eru ekkert annað en svik“
Fréttir
Í gær

Mannbjörg varð þegar bátur strandaði fyrir utan höfnina á Rifi í morgun

Mannbjörg varð þegar bátur strandaði fyrir utan höfnina á Rifi í morgun
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi
Fréttir
Í gær

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“
Fréttir
Í gær

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“