fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Vaxandi spenna á milli Indlands og Pakistan – Tvær indverskar herþotur skotnar niður í morgun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 07:20

Flak annarrar vélarinnar. Mynd:Samaa sjónvarpsstöðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn fer spennan á milli Indlands og Pakistan vaxandi. Í morgun skaut pakistanski herinn tvær indverskar herþotur niður sem hann segir að hafa verið í pakistanskri lofthelgi. Í gær gerðu Indverjar loftárásir á búðir hryðjuverkamanna í Kasmír, á pakistönsku yfirráðasvæði. Indverjar segja að mörg hundruð hryðjuverkamenn hafi fallið í árásunum en Pakistanar segja að enginn hafi fallið.

Árás Indverja í gær var hefnd fyrir sjálfsmorðsárás á indverska hermenn fyrir tveimur vikum en þá féllu 40 hermenn.

Reuters segir að einn indverskur flugmaður hafi verið handtekinn í morgun eftir að flugvél hans var skotinn niður. Pakistönsk yfirvöld segja að tveir flugmenn hafi látist.

Önnur flugvélin hrapaði til jarðar á indversku yfirráðasvæði í Kasmír en hin á pakistönsku yfirráðasvæði.

Indverjar sögðu í morgun að pakistanskar herflugvélar hefðu rofið indverska lofthelgi í nótt. Við því var brugðist með að loka fjórum flugvöllum í norðurhluta Indlands.

Áhyggjur hafa verið af vaxandi spennu á milli ríkjanna enda allt annað en gott ef til stríðsátaka kemur. Bæði ríkin eiga kjarnorkuvopn og óttast sumir að þeim verði beitt ef til átaka kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli